Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Gagnrýnir orðaval Heimildarinnar: „Ég veit ekki betur en lygi sé bara lygi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Dr. Sigríður Björk Þormar, hjúkrunarfræðingur, gagnrýnir harðlega yfirlýsingu ritstjórnar Heimildinnar í ljósi ósanninda Eddu Falak. Í færslu sinni á samfélagsmiðlinum Facebook ritar Dr. Sigríður:

„Ég er reið fyrir hönd þeirra sem hafa barist ötullega við að uppræta ofbeldi í samfélaginu. Reið yfir því að einhver hafi skaðað trúverðugleika þeirra með þessum hætti og ætli svo bara að réttlæta það. Ekki á minni vakt – takk.“

Færsla Dr. Sigríðar Bjarkar hefst á að útskýrinu á hugtakin gaslýsing og útskýrir hún að það séu tilraunir aðila til að afvegaleiða og neita staðreyndum, og jafnvel fá hinn aðilann til að trúa nýjum sannleika:

„Í dag tek ég eftir orðinu “Missögn” og því hvernig einn af helstu fjölmiðlum landsins læðir því inn sem einhverskonar nýrri útgáfu af réttlætanlegum ósannindum.“ Og vísar hún þar til ummæla og orðaval ritstjórnar Heimildarinnar í yfirlýsingu sem miðilinn sendi frá sér á dögunum vegna framgang Eddu Falak. Brot úr yfirlýsingu frá ritstjórn Heimildarinnar:

„Edda hef­ur miðlað því til rit­stjórn­ar að hún hafi í viðtöl­um fyr­ir tveim­ur árum ekki lýst með rétt­um hætti stöðu sinni gagn­vart til­tekn­um fyr­ir­tækj­um á sviði fjár­mála þegar hún bjó í Dan­mörku og stundaði nám við Copen­hagen Bus­iness School árin áður. Hún biðst vel­v­irðing­ar á mis­sögn­inni.“

Lygi er bara lygi

„Ég veit ekki betur en lygi sé bara lygi sama hver starfsvettvangur manns er. Lygi vísar til heiðarleika og þar með trúverðugleika. Það er til dæmis metið grafalvarlegt að bera ljúgvitni og komist slíkt upp fylgja því afleiðingar og allt sem manneskjan bar vitni um er ómarktækt,“ segir Dr. Sigríður Björk og bendir þar á að trúverðugleiki þess sem sé gerður uppvís um lygar sé þerraður.

- Auglýsing -

Að endingu skrifar Dr. Sigríður Björk Þormar:

„Við höldum áfram að vinna að betri heimi, heilbrigðari samskiptum og drögum úr öllu ofbeldi – að ógleymdum samfélagsmiðlum. En gerum það með sannleika, gagnrýna hugsun og heiðarleika að leiðarljósi. Það má ekki vera þannig að okkur sé sama hvernig við náum árangri í réttindamálum. Hver erum við ef við erum farin að réttlæta óheiðarleikann?“

Hér að neðan má sjá færsluna í heild:

Mynd/Skjáskot Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -