Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Donald Trump ákærður fyrir glæp á alríkisvettvangi: „Ég er heiðarlegur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur nú gefið út ákæru á hendur fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump.

Voru þetta orð sem Donald Trump lét falla í færslum á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær.

Áðurnefnd ákæra snýr að meðhöndlun leynilegra gagna eftir að forsetatíð Trumps lauk; sérstakur saksóknari hefur haft gögn undir höndum sem Trump bjó yfir til rannsóknar eftir að FBI gerði fleiri en þrjú hundruð leynileg skjöl upptæk á heimili hans í Mar-a-Lago í ágúst síðastliðnum.

Fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá því að í ákærunni felist að allavega sjö ákæruliðir; fréttastofan Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að auk meðhöndlunar leynilegra gagna sé Trump einnig ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar.

Mun þetta vera í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem forseti, sitjandi eða fyrrverandi, stendur frammi því að vera ákærður fyrir glæp á alríkisvettvangi.

Eins og lítt kemur á óvart þá hafnar Trump öllum ásökunum, og í færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær sagðist hann vera blásaklaus maður.

- Auglýsing -

Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður í gær um það hvernig bandaríska þjóðin gæti treyst því að dómsmálaráðuneytið væri óháð í máli Trump.

Joe Biden Bandaríkjaforseti.

Sagði Biden að hann hefði aldrei haft áhrif á hvað ráðuneytið geri þegar að því komi að gefa út ákærur.

„Ég er heiðarlegur,“ sagði hann.

- Auglýsing -

Trump sækist eftir endurkjöri til forseta Bandaríkjanna í kosningum á næsta ári.

Búist er við því að Trump verði leiddur fyrir dómara í Miami á þriðjudag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -