Doris Day er látin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Söng- og leikkonan og dýraverndunarsinninn Doris Day er látin, 97 ára að aldri.

Doris Day lést fyrr í dag er fram kemur í tilkynningu frá dýraverndunarsamtökum hennar, The Doris Day Animal Foundation. Hún lést á heimili sínu í Kaliforníu.

Doris var þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Pillow Talk sem kom út árið 1959, Love me og Leave Me sem kom út árið 1955 og Lover Come Back sem kom út árið 1961 svo nokkur dæmi séu tekin.

Doris varð 97 ára í apríl.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira