2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Dóttir Luke Perry hefur fengið sig fullsadda af gagnrýni

Dóttir leikarans Luke Perry hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum eftir að faðir hennar lést 4. mars. Margt fólk finnur að því hvernig hún syrgir pabba sinn.

Leikarinn Luke Perry, sem var þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210, lést fyrr í mánuðinum eftir að hafa fengið slag. Hann varð 52 ára og skildi eftir sig unnustu og tvö börn. Annað barna hans er hin 18 ára Sophie Perry.

Í nýrri færslu á samfélagsmiðlum greinir Sophie frá því að eftir því að pabbi hennar lést hefur hún fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum og ótal skilaboð. Flest skilaboðanna hafa verið á jákvæðum nótum að hennar sögn. Sum skilaboðanna hafa þó verið neikvæð þar sem fólk hefur fundið sig knúið til að gagnrýna hana fyrir það hvernig hún tjáir sig á samfélagsmiðlum eftir andlát föður síns. Þá hefur hún verið gagnrýnd fyrir að virka „of glaðleg“. Hún hefur fengið sig fullsadda af þessari gagnrýni.

En ég ætla ekki að sitja inni í herbergi og gráta allan daginn.

„Sumir geta bara ekki verið almennilegir,“ skrifar hún meðal annars í færslu á Instagram. „Ég er hér til að segja að ég bað ekki um þessa athygli.“

Hún heldur áfram: „Ég mun hlæja og brosa og lifa lífinu. Já, ég er sár og leið. Ég græt og er utan við mig vegna þess sem kom fyrir pabba minn. Þetta er það versta sem hefur komið fyrir mig á ævinni. En ég ætla ekki að sitja inni í herbergi og gráta allan daginn þar til Internetið álítur að það sé viðeigandi fyrir mig að gera eitthvað annað.“

AUGLÝSING


Að lokum biður hún það fólk sem finnur að því hvernig hún syrgir föður sinn um að hætta að fylgjast með henni á samfélagsmiðlum.

Færslu Sophie má sjá hér fyrir neðan:

View this post on Instagram

Since my dad died I have received a lot of attention online. And most of it has been positive but of course, some people just can’t be nice. And I’m here to say that I did not ask for this attention, I did not ask to be thrown into some virtual spotlight, and while I don’t mean to offend anybody, I’m also not going to cater to any one else’s needs and beliefs. I’m 18. I swear like a sailor and sometimes I dress like a hooker. And I support causes and you may not. And most importantly. I am going to laugh and smile and live my normal life. YES I am hurt and sad and crying and beside myself with what happened to my dad. It’s the worst thing to ever happen in my life. And I am torn the fuck up over it. But I’m not going to sit in my room and cry day in and day out until the internet has deemed it appropriate for me to do otherwise. And if you knew my dad you would know he wouldnt want me to. So you shouldn’t either. So to those of you shaming me for my language and my wardrobe and most disgustingly, my grieving process, do us both the favor and just unfollow. It’s a waste of both of our time.

A post shared by Sophie Perry (@lemonperry) on

Mynd / Skjáskot af Instagram

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is