• Orðrómur

Dóttir Svandísar á góðum batavegi: „Núna lítur allt vel út og hún nýtur þess að vera ung og glöð“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Það er mjög mikilvægt að tengja sig við æðruleysi og þakklæti held ég líka. Af því að það er margt sem maður getur stoppað við og verið þakklátur fyrir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í Helgarviðtali Mannlífs. Mikið hefur mætt á Svandísi sem staðið hefur í stafni í baráttunni gegn Covid. Þá hefur hún gengið í gegnum raunir og erfiðleika með fjölskyldu sinni. Faðir hennar lést á árinu og dóttir hennar greindist með krabbamein.

Hún hefur góðar fréttir að færa og segir dóttur sína, Unu Torfadóttur tónlistarkonu, vera nokkuð bratta akkúrat núna. 4„Hún fór náttúrlega í gegnum mjög þunga meðferð, skurðaðgerð, geislameðferð og lyfjameðferð. En núna lítur allt vel út og hún nýtur þess að vera ung og glöð. Það er æði. Og það er sumar,“ segir ráðherra með bros á vör og heldur í frí frá þingi og hyggst ferðast um landið og kúpla sig aðeins út.

„Það verður dásamlegt.“

- Auglýsing -

Helgarviðtal Mannlífs í heild sinni.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -