Laugardagur 24. september, 2022
9.2 C
Reykjavik

Dr. Skúli fékk víst starfsleyfi – Rannsakaður af lögreglu en fær að vinna næstu 12 mánuði

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Dr. Skúli Tómas Gunnlaugsson, sem Mannlíf hefur margoft fjallað um vegna lögreglurannsóknar á meintum brotum hans í starfi, mörg hver grafalvarleg, fékk endurnýjun á starfsleyfi sínu hjá Landlækni Íslands, Ölmu Möller.

Áður hafði Mannlíf sagt frá því að hann hefði ekki fengið framlengingu á starfsleyfi sínu en nafn hans kom ekki fram er það var sett inn í starfsleyfaleit á vefsíðu Landlæknisembættisins síðastliðinn föstudag, daginn sem starfsleyfi Dr. Skúla rann út. Nafnið var komið inn í dag.

Um er að ræða „tímabundið starfsleyfi“ næstu 12 mánuðina en Dr. Skúli er til rannsóknar fyrir alvarleg brot í starfi yfirlæknis HSS. Er hann meðal annars grunaður um að vera valdur að dauða að minnsta kosti eins sjúklings, Dönu Jóhannesdóttur sem hann setti á lífslokameðferð þegar hún hélt hún væri að koma í hvíldarinnlögn. Hún dó 11. vikum síðar. Var hún alvarlega vannærð, með þvagfarasýkingu sem ekki var meðhöndluð og með alvarleg legusár sem að sama skapi voru ekki meðhöndluð almennilega. Partur af eyra hennar datt af vegna legusárs.

Eins og áður hefur komið fram í fréttum Mannlífs af málinu, gaf Alma Möller, landlæknir álit sitt á málinu þegar eftir því var óskað hjá ættingjum Dönu. Var álit Ölmu algjör áfellisdómur yfir störf Dr. Skúla og því með ólíkindum að hún hafi veitt honum starfsleyfi að nýju. Hér eru brot úr áliti Ölmu Möller:

„Þvert á móti virðist áhersla meðferðar fyrst og fremst hafa verið á að bæla og slæva og hvers kyns eftirliti með ástandi hennar eða lífsuppihaldandi meðferð hætt. Þetta hafði þær afleiðingar að mati landlæknis að í ellefu vikna langri legu hrakaði DJ; hún var með legusár, næringarskort og sýkingar allt fram til andlátsins, sem verður að telja líklegt að hafi orðið fyrr en ella vegna þeirrar meðferðar sem hún hlaut.“

Þá sagði hún í lokaorðum sínum eftirfarandi orð:

- Auglýsing -

„Embættið telur að ekki hafi aðeins verið um að ræða misbrest á almennri fagmennsku við veitingu heilbrigðisþjónustu til DJ, heldur hafi í ákveðnum tilvikum einnig verið um að ræða alvarlega vanrækslu og mistök STG læknis, sem bar meginábyrgð á læknisfræðilegri meðferð DJ.“

Sjá einnig: Álit landlæknis á máli Skúla læknis: „Ómeðhöndlaðar sýkingar kunni að hafa verið aðal dánarorsök“
Sjá einnig: Þögnin rofin – Landlæknir svarar spurningum Mannlífs

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -