Borgarfulltrúi Pírata, Dóra Björt Guðjónsdóttir, birti fallega færslu á Twitter-síðu sinni, en í færslunni ber ástina á góma, og það með sóma:
„Kæra dagbók. Ég er svo ástfangin að hjartað mitt hefur þurft að bókstaflega stækka undanfarna daga til að rúma þetta,“ segir Dóra sem í upphafi árs sagði frá því að hún hafi óvart fundið ástina:
„Af góðu bar hæst stóra stóra ástin sem fann mig svo óvænt. Eins og stormsveipur af töfradufti og stjörnuryki og regnbogaeinhyrningum. Fann mig og lýsti upp næturhimininn.“
Þetta skrifaði Dóra í janúar, er hún greindi frá sambandi sínu með Sævari Ólafssyni, íþróttafræðingi.
Og ástin hefur bara aukist ef marka má nýjustu Twitter-færslu Dóru:
„Kæra dagbók. Ég er svo ástfangin að hjartað mitt hefur þurft að bókstaflega stækka undanfarna daga til að rúma þetta. Ótrúleg tilfinning að elska aðra manneskju á þennan hátt af öllum lífs og sálar kröftum. Svona var þá lukkupotturinn. Meira var það ekki í bili,“ skrifaði Dóra.