Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Drífa ítrekar nei við Play: „Niðurbrot á skipulagðri hreyfingu launafólks“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ef launa­fólk á viðskipti við fyr­ir­tækið og fjár­fest­ar veita því braut­ar­gengi er um leið verið að leggja bless­un sína yfir þessi vinnu­brögð. Þess vegna enduróma ég enn og aft­ur samþykkt miðstjórn­ar ASÍ. Nei við Play,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ í við mbl.

Í yfirlýsingu ASÍ segir: „Íslenska flug­stétt­ar­fé­lagið og Play hafa ekki viljað láta kjara­samn­inga sína af hendi en ASÍ hef­ur þá und­ir hönd­um og staðfest­ir hér enn á ný að þar er kveðið á um að grunn­laun séu 266.500 krón­ur fyr­ir nýliða. Play mun halda áfram að þyrla upp ryki og dreifa öðrum upp­lýs­ing­um á valda fjöl­miðla og senda frá sér mis­vís­andi yf­ir­lýs­ing­ar. Eina leiðin fyr­ir Play að sýna fram á að þar sé starfs­fólki í flugi boðið upp á mann­sæm­andi laun er að leggja fram und­ir­ritaðan kjara­samn­ing sem gerður er við raun­veru­legt stétt­ar­fé­lag vinn­andi fólks”.

Play hafnar alfarið ásökunum

Play hefur vísað þessum fullyrðingum á bug segir lægsta taxta flugliða ekki vera 260.000 þúsund krónur án vinnuframlags og aukagreiðslna, heldur 350.000 krónur. Jafnframt segir að heild­ar­tekj­ur nýráðinna séu um 500 þúsund krón­ur í meðal­mánuði og að fyr­ir reynd­an starfs­mann gætu föst laun verið allt að 450 þúsund krón­ur án vinnu­fram­lags.

Fullkomlega í takt við lög og reglur

„Fé­lagið lauk ný­verið hluta­fjárút­boði þar sem breiður hóp­ur fag­fjár­festa fjár­festi fyr­ir um 6 millj­arða króna í fé­lag­inu. Þessi fjár­fest­ing var gerð í kjöl­farið á fag­legri áreiðan­leika­könn­un þar sem öll aðal­atriði rekst­urs­ins voru könnuð gaum­gæfi­lega eins og vera ber í svona stór­um verk­efn­um. Þar með talið voru kjara­samn­ing­ar enda var það al­gjör­lega skýrt af hálfu allra þess­ara aðila að þau mál þyrftu að vera full­kom­lega í takt við lög og regl­ur. Þessi atriði voru því sér­stak­lega rann­sökuð af sér­fræðing­um í kjara­mál­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­u Play sem birt er í Morgunblaðinu.

- Auglýsing -

Skipulagt niðurbrot

Play segir ASÍ halda úti ósönnðum ásökunum um launatölur en Drífa vísar þeim fullyrðingum á bug.

„Play mun halda áfram að þyrla upp ryki og dreifa öðrum upp­lýs­ing­um á valda fjöl­miðla og senda frá sér mis­vís­andi yf­ir­lýs­ing­ar. Eina leiðin fyr­ir Play að sýna fram á að þar sé starfs­fólki í flugi boðið upp á mann­sæm­andi laun er að leggja fram und­ir­ritaðan kjara­samn­ing sem gerður er við raun­veru­legt stétt­ar­fé­lag vinn­andi fólks,“ seg­ir meðal ann­ars í yf­ir­lýs­ingu ASÍ sem heldur fram að um niðurbrot á skipulagðri hreyfingu launafólks sé að ræða.

- Auglýsing -

Birg­ir Jóns­son, for­stjóri nýja flug­fé­lags­ins Play, seg­ist í sam­tali við mbl.is ekki hafa kynnt sér þær töl­ur sem ASÍ set­ur fram sem dæmi um launaliði fé­lags­ins. Hann seg­ir umræðuna af­bakaða.

„Þetta er orðinn ein­hver leik­ur að töl­um,“ seg­ir Birg­ir. „Upp­haf­lega voru ásak­an­irn­ar þær að laun­in væru langt und­ir lág­marks­laun­um og jafn­vel at­vinnu­leys­is­bót­um og að fé­lagið væri svo gott sem að segja sig úr sam­fé­lagi siðaðs fólks. Síðan voru sett­ar fram töl­ur þar sem full­yrt er að laun­in séu þrjá­tíu pró­sent­um lægri en hjá Icelanda­ir. Það er ekki sama málið,“ út­skýr­ir Birg­ir í viðtalinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -