Ferðalag drukkins ökumanns í Mosfellsbæ endaði með ósköpumm. Hann missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hann skall á skilti og hafnaði utan vegar. Bifreiðin var óökuhæf eftir útafkeyrsluna. Vaknaði grunur lögreglu á vettvangi um að ökumaður væri undir áhrifum áfengis og þammig ekki með sjálfum sér. Þá er hann án ökuréttinda. Ökumaðurinn var handtekinn og læstur inni í klefa í þágu rannsóknar málsins. Engin slys urðu á fólki.
Brotist var inn í geymslur í austurborginni. Málið er í rannsókn.
Við almennt eftirlit í miðborginni stöðvaði lögregla ökumann. Hann reyndist vera án ökuréttinda. Ökumaðurinn á yfir höfði sér sekt sem nemur að lágmarki 120 þúsund krónum.
Þriðji ökumaðurinn var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í austurborginni. Hann var fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Tilkynnt um þjófnað í verslun í Kópavogi. Mál búðarþjófsins var afgreitt með vettvangsskýrslu.