Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Drykkja Þórarins var stjórnlaus og hættuleg: „Spíttið bjargaði mér frá búsinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blaðamaðurinn landsfrægi Þórarinn Þórarinsson – Tóti – hefur haldið sér þurrum í tvö ár.

Tóti barðist lengi við Bakkus og laut oftast í lægra haldi fyrir þeim forna fjanda.

Hann segir við Mannlíf að “þetta hefur nú verið næstum fullkomlega átaka- og sársaukalaust í friði frá öllum æðri mætti og hvorki einn einasti fundur né eitt einasta aumingjaspor að baki á þessari tveggja ára vegferð.“

Tóti, sem hefur verið lengi að í blaðamennsku og starfar nú hjá Fréttablaðinu – er með app í síma sínum sem sýnir að áfengisleysið hefur „sparað mér eina milljón og 397 þúsund krónur; gróflega áætlað; auk þess sem ég hef víst grætt 9.500 klukkustundir sem annars hefðu farið í að hugsa um áfengi, drekka áfengi og vera þunnur. Ekki slæmt það.“

Appið telur.

Og bætir við:

„Þessi upphæð er þó ekki haldbær í reiðufé, en breytir því ekki að efnahagsástandið hefur aldrei verið betra né kaupmátturinn meiri. Andlega heilsan er líka með skásta móti og sú líkamlega hefur ekki verið jafn góð í áratugi,“ og segir Tóti.

- Auglýsing -

Bætir við: „Ég er samt ennþá hrokafullur, bölsýnn og þunglyndur; auk þess sem fíflunum í kringum mig fjölgar hratt og örugglega. Þannig að samkvæmt AA-bókinni er ég og er búinn að vera á súrrandi fallbraut alla þessa 700 og eitthvað edrúdaga: It is what it is og eina bókin sem ég tek mark er The Big Sleep sem skrifuð var árið 1939“

Tóti nefnir að það sé ekki bara áfengisleysið sem hefur snarbætt líf hans að flestu, ef ekki öllu, leyti.

„Ég þakka heldur ekki snaraukin lífsgæði mín áfengisleysinu einu og sér enda er síðbúna ADHD-greiningin mín og spíttið sem henni fylgir frumforsenda þess hversu fáránlega auðvelt það hefur verið að hætta að drekka eftir að ég þurfti ekki lengur að „self medicate-a“ með rauðvíni, rommi og öðrum fljótandi spilliefnum.“

- Auglýsing -

Hann segir að lífið hafi ekki verið jafn ljúft síðan drykkja hans „varð fyrst stjórnlaus og hættuleg eftir að ég byrjaði að drekka ofan í þunglyndislyf 27 ára og ég geri engar athugasemdir við það.“

Að lokum vitnar Tóti í sjálfan Hómer – ekki þó skáldið sem Grikkir eignuðu elstu bókmenntaverk sín – Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu – heldur í bandaríska skáldið Hómer J. Simpson:

„To alcohol! The cause of – and solution to – all of life’s problem’s.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -