Um miðnætti í gærkvöldi mætti lögreglan á bílastæði við Verslunarmiðstöð. Lögreglan hafði verið kölluð til vegna konu sem stödd var á bílastæðinu. Konan var virkilega illa áttuð og ofurölvi. Konan gat sagt lögreglu heimilisfang sit tog var hún keyrð heim til sín í kjölfarið.
Þá barst lögreglunni tilkynning um þjófnað í gærkvöldi. Þá hafði fingralangi aðilinn stolið úr læstum skáp búningsaðstöðu íþróttahúss í Smárahverfi. Aðilinn hafði tekið allt sem hafði verið í skápnum, fatnað síma og fleira.
Samkvæmt staðsetningu símans var hann enn í íþróttahúsinu. Þá varið gripið til þeirra ráða að bíða eftir að gestir höfðu yfirgefið húsið. Að lokum fannst síminn og fatnaðurinn í öðrum skáp, en þjófurinn hafði læst munina þar inni.
Lögreglunni barst tilkynning um umferðaróhapp rétt eftir kukkan tíu í gærkvöldi. Hafði bílstjóri misst stjórn á bílnum og ekið út af veginum. Umferðaróhappið átti sér stað á Heiðmerkurvegi. Sem betur fer varð eingum meint af. Krókur mætti á svæðið til þess að draga bílinn aftur upp á veginn.