Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Dularfullur dauði fimm yrðlinga í greni á Hornströndum: „Ég spyr mig hvort þetta sé fuglaflensa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grunur leikur á að fuglaflensa hafi borist í refi í Látravík á Hornströndum. Aðeins einn yrðlingur af sex lifir. Jón Helgason var skálavörður hjá Ferðafélagi Íslands í Látravík í sumar. Hann hirti hræið af dauða yrðlingnum og afhendir Náttúrufræðistofnun það til rannsóknar.

„Ég spyr mig hvort þetta sé fuglaflensa sem er að leggjast á refina þarna fyrir norðan,“ segir Jón og staðhæfir ekkert en segir ljóst að eitthvað sé að breytast í lífríkinu.

Í samtali við Mannlíf greinir Jón frá því að á tímabilinu 10. júlí og fram til 5. ágúst hafi einvörðungu einn yrðlingur af sex komist á legg.

„Þegar ég kom í Látravík aftur var aðeins einn yrðlingur á lífi en þeir voru sex þegar ég kom á svæðið 10. júlí,“ segir Jón.

Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur, hjá Melrakkasetri Íslands, fer fyrir vöktun íslenska refastofnsins í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Jón hafði samband við hana „Ég hringdi strax í hana þegar ég tók eftir því að yrðlingarnir voru að týnast“.

Jón hirti því eitt hræanna til rannsóknar.

- Auglýsing -

Fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Fjöldi dauðra fugla hefur fundist.  Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar virkjuð: „Fuglaflensuveiran sem staðfest hefur verið í villtum fuglum er af gerðinni H5. Meinvirkni veirunnar er ekki þekkt. Beðið er niðurstaðna frekari greiningar frá erlendum rannsóknarstofum.“

Hornbjarg er þjóðgarður þar er ríkt fugla- og dýralíf. Refirnir á svæðinu eru friðaðir og eru einkum spakir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -