Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Dyravörður kýldur í miðborginni – Innbrotaalda í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Innbrotaalda var í gærkvöldi á höfuðborgarsvæðinu og þurfti lögreglan að sinna útköllum vegna innborta í þremur hverfum borgarinnar. Brotist var inn á heimili og í bifreiðar.

Í gærkvöldi var brotist inn í bifreið í Smáíbúðahverfinu þar sem munum var stolið og búið að skemma kveikjulásinn. Skömmu síðar var brotist inn á heimili í Hlíðahverfi þar sem losaður var gluggi til að komast inn. Hálftíma síðar var brotist inn á heimili í Múlahverfi þar sem stormjárn var skemmt til að komast inn. Einhverjar skemmdir voru á innanstokksmunum en þjófar höfðu sig á brott þegar öryggiskerfi fór í gang.

Síðla í gærkvöldið var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svo kölluð til vegna líkamsárásar á veitingastað í miðbænum. Ráðist var á dyravörð og viðkomandi kýldur í andlitið. Lögreglan telur sig vita hver árásarmaðurinn er.

Lögreglan fjallar einnig um það í dagbók sinni að hafa sinnt ungum manni sem datt af rafmagnshlaupahjóli rétt eftir miðnætti. Sá hlaut skurð við fallið og var illa áttaður þegar lögregla mætti á staðinn. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -