Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Dyravörður sakaður um ofbeldi gegn gesti – Drukknir ökumenn víða á ferli í höfuðborginni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöld og nótt vegna drukkinna ökumanna víða um höfuðborgarsvæðið. Allir sem um ræddi voru teknir í sýnatöku og þeim síðan sleppt bíllausum út í nóttina. Við leit á einum þeirra fundust ætluð fíkniefni, sem voru haldlögð. Annar mældist vera mjög ölvaður.  Öndunarpróf í áfengismæli sýndi niðurstöðuna 2,44‰ sem er mjög hátt. Sá var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Kallað var eftir aðstoð vegna líkamsárásar í miðborginni. Dyravörður á skemmtistað er grunaður um að hafa gengið of langt og beitt gest staðarins ofbeldi. Á öðrum skemmtistað í grenndinni er maður grunaður um að hafa brotið rúðu.

Óskað aðstoðar vegna innbrots í grunnskóla í hverfi 210. Einn var handtekinn á vettvangi. Við leit á manninum fannst síðan talsvert magn af ætluðu amfetamíni. Innbrotsþjófurinn var læstur inni í fangaklefa og býður þar yfirheyrslu með morgninum.

Óskað aðstoðar vegna líkamsárásar í hverfi 200. Þar hafði maður slegið annan í höfuðið með glasi. Ofbeldismaðurinn var handtekinn og fangelsaður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -