Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Edda Falak æf yfir Miss Universe Iceland: „Af hverju kemur það ekki á óvart?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

CrossFit stjarnan og áhrifavaldurinn Edda Falak virðist afar ósátt við skipuleggjendur fegurðarsamkeppninnar Miss Universe Iceland, nánar tiltekið ákvörðun þeirra að hafa pantað mat frá skyndibitastaðnum Vefjunni til að bjóða keppendum upp á. Hún skýrir það ekki frekar út hvers vegna henni er svona í nöp við skyndibitastaðinn.

Edda tístar um óánægju sína í dag þar sem hún segir:

„Afhverju kemur það ekki á óvart að Miss Universe Iceland hafi pantað mat frá Vefjunni?“

Guðrún Erla er heldur ekki sátt. „Eigum við ekkert að ræða það að þau keyptu mat frá Vefjunni?,“ spyr Guðrún. Agnes nokkur telur sig vita hvers vegna viðskiptin áttu sér stað. „Annar eigandi keppnarinnar og eigandi vefjunar eru góðir vinir, thats why,“ segir Agnes.

Sjá einnig: Reynir Bergmann reiður yfir fölsuðum Tik Tok reikningi: „Ég styð aldrei ofbeldi gegn konum“

Eiríkur furðar sig á óánægju Eddu. „Hvað er að því að panta frá vefjunni er eitthvað að því?,“ spyr Eiríkur. Guðrún Ósk nokkur ætlar hins vegar að skella sér á veitingastaðinn í kjölfar umræðunnar. „Aldeilis góð auglýsing sem þið gefið Vefjunni Nú fer maður að prufa þessa Vefju,“ segir Guðrún.

Leiða má líkum að því að Edda sé reið öðrum eiganda Vefjunnar, áhrifavaldinum Reyni Bergmann, en um hann hafa sögur verið á kreiki tengt nýjustu Metoo-bylgjunni hér á landi. Sjálfur er hann ekki óvanur því að láta umdeild orð falla, en hann birti myndband á Instagram aðgangi sínum og sagðist þar styðja Sölva Tryggvason fjölmiðlamann. Það gerði hann með eftirfarandi orðum um þær konur sem ásökuðu fjölmiðlamanninn um ofbeldishegðun:

„Mellur og vændiskonur, fokkið ykkur!“

Ummæli Reynis við ásökunum á hendur Sölva Tryggvasonar vöktu hörð viðbrögð en var Sölvi sakaður um alvarleg ofbeldisbrot gegn konu fyrr á árinu. Reynir baðst síðar afsökunar á orðum sínum. Hann bað ekki um vorkunn og sagði að þeir sem þekkja hann viti að hann hati ekki konur.

- Auglýsing -

Í samtali við Mannlíf nýverið lagði Reynir áherslu á að hann hafi margsinnis beðist afsökunar á ummælum sínum um Sölva sem hafi verið sett fram í fljótfærni.

„Ég hef beðist afsökunar oft og ég styð aldrei ofbeldi gegn konum,“ segir Reynir ákveðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -