• Orðrómur

Edda Falak minnist móður sinnar: „Skrítið að ég muni aldrei sjá hana aftur“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Edda Falak, fjármálafræðingur og þáttastjórnandi, minnist móður sinnar, Amalíu Rut Gunnarsdóttur, sem hefði orðið 58 ára í gær hefði hún lifað. Hún lést aðeins 41 árs að aldri, þegar Edda var 13 ára gömul, eftir skammvinna baráttu við krabbamein.

Edda minntist móður sinnar með hlýjum orðum á Twitter í gær:

Mamma hefði orðið 58 ára í dag. Skrítið að ég muni aldrei sjá hana aftur en ég held bara að öll góðu lýsingarorðin í íslensku tungunni hafi átt við hana. Sakna hennar.

Móðir Eddu, Amalía Rut, var að læra arkitektúr á Ítalíu þegar hún kynnist líbönskum föður hennar, Jónasi Yamak, sem þá var í námi í lyfjafræði. Edda kom í heiminn á Ítalíu þar sem fjölskyldan bjó í fyrstu áður en þau fluttu til Íslands.

- Auglýsing -

Amalía og Jónas urðu ástfangin á Ítalíu þar sem Edda kom í heiminn.

Móðir Eddu, Amalía, lést aðeins 41 árs að aldri eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Þá var Edda aðeins þrettán ára gömul.

„Mamma dó þegar ég var bara nýfermd og þetta var auðvitað mjög erfitt, mikil sorg. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað var að gerast, enda gerðist þetta allt svo hratt allt. Hún greindist með krabbamein í blöðrunni og það hefur líklegast verið komið langt á veg því að hún deyr aðeins nokkrum mánuðum eftir greininguna,“ sagði Edda í viðtali við Vísi í mars síðastliðinum.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -