Laugardagur 20. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Edda Falak: „Hver leyfir þessu að gerast? Skammist ykkar!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhrifavaldurinn Edda Falak er ósátt með nýja stöðu Brynjars Níelssonar sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Hún deilir þessu á Twitter síðu sinni: „Brynjar talaði um að Stígamót væru einhverskonar heilaþvottarstöð fyrir konur sem væru ekkert í alvörunni þolendur og Jón Steinar kaus gegn þungunarrofsfrumvarpinu. Hver leyfir þessu að gerast? hver styður þetta? skammist ykkar.“

Skjáskot af Twitter

Brynjar var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2013, einnig var hann 2. varaforseti þingsins frá árinu 2017. Hann náði ekki kjöri í alþingiskosningunum í haust.

Í byrjun árs 2019 lét Brynjar umdeild orð flakka um kvenkyns þolendur ofbeldis í útvarpsþættinum Harmageddon  og vitanði í mál vændiskonu sem leitaði sér hjálpar meðal annars hjá Stigamótum og hugðist kæra þá sem áttu við hana ólögleg viðskipti. Brynjar kallaði það „feðraveldishugmyndafræði“ að kynlífsviðskipti væru gerð að kynferðisbroti.

„Við teljum afar mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar séu meðvitaðir um þær afleiðingar sem mæta brotaþolum kynferðisofbeldis“

„Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin.“ Sagði Brynjar í þættinum en hélt áfram:

„En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“. Í kjölfar þessa bauð Stigamót Brynjari í opinbera heimsókn og deildu því á Facebook síðu sinni: „Við teljum afar mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar séu meðvitaðir um þær afleiðingar sem mæta brotaþolum kynferðisofbeldis. Við teljum líka afar mikilvægt að ráðamenn kynni sér þau viðfangsefni sem þeir ræða um á opinberum vettvangi þannig að ekki sé farið með rangfærslur.“

Margir sammælast Eddu á Twitter en Björn segir: „Þetta er eins og að ráða bacon sem veganráðherra“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -