- Auglýsing -
Fjölmiðlakonan áhirfamikla, Edda Falak, segir að „ég er mjög spennt fyrir komandi tímum. Síðasta ár hefur verið eitt mest krefjandi ár lífs míns. Eigin konur hafa verið alveg ótrúlega lærdómsríkt ferli og góðir tímar en það hefur líka verið mjög þungt að halda á þessum málaflokki ein.“
Hún bætir við:
„Fyrir mig er mikils virði að vera orðin hluti af ristjórn Heimildarinnar, þar sem ég fæ tækifæri til að halda áfram að sinna þessum málaflokki í víðara samhengi en áður.“
Segir að endingu:
„Ég er full af orku, til í slaginn og mjög spennt fyrir því sem koma skal.“