Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Eftir að hafa stungið mann móður sinnar 20 sinnum beindi Guðmundur hnífnum að henni: „Ég drep þig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómsskjöl frá Spáni sem fréttamiðillinn dv.is fékk nýverið aðgang að varpa ljósi á morðið sem Guðmundur Freyr Magnússon er sakaður um.

Í skjölunum er sagt að Guðmundur hafi myrt sambýlismann móður sinnar að yfirlögðu ráði í janúar árið 2020.

Guðmundur, sem varð fertugur í fyrra, hefur ítrekað komist í kast við lögin á Íslandi; hlaut meðal annars þriggja og hálfs árs dóm fyrir íkveikju þar sem kona og börn voru í mikilli hættu.

Lögreglan á Spáni hefur varist allra frétta af málinu, en áðurnefnd dómsskjöl sem dv.is fékk í hendurnar frá dómstólum á Spáni varpa nýju ljósi á málið.

Í skjölunum kemur fram að Guðmundur hafi klifrað yfir 2,5 metra háan vegg til að komast að húsi móður sinnar og hins myrta.

Guðmundur mun þar hafa klætt sig í hanska í þeim tilgangi að hlífa höndum sínum; tekið svo hníf sem var á borði í garði móður hans.

- Auglýsing -

Í gögnunum kemur fram að Guðmundur hafi tekið hnífinn í þeim tilgangi að myrða sambýlismanns móður sinnar.

Jafnframt kemur fram að móðir Guðmundar og sambýlismaður hennar hafi heyrt í Guðmundi þegar hann gekk um fyrir utan íbúð þeirra. Sambýlismaðurinn fór út við svaladyr íbúðarinnar til að athuga hvað væri í gangi; á hann að hafa lítið séð vegna myrkurs.

- Auglýsing -

Fram kemur á dv.is að „á þeirri stundu tók ákærði gaskút sem var í garðinum og sló honum utan í glerhurð með þeim afleiðingum að glerið brotnaði og kúturinn slóst í [sambýlismann móður Guðmundar]. Mun ákærði þá hafa farið inn í húsið og stungið manninn ítrekað, eða í allt að 21 skipti, með hnífnum. Þegar hinn látni féll í jörðina hélt Guðmundur áfram að stinga hann.“

Þegar móðir Guðmundar reyndi að fá hann til að hætta árásinni beindi hann hnífnum að eigin móður og sagði: „Ég drep þig,“ en þetta er haft eftir Guðmundi úr gögnum málsins.

Móðir Guðmundar flúði í átt að útidyrum íbúðarinnar. Guðmundi tókst þó að hindra flótta móður sinnar og brutust þá út átök milli þeirra þar sem hún hlaut mikla áverka af; henni tókst engu að síður að komast út úr íbúðinni og kalla á hjálp.

Rétt áður fyrstu lögregluþjónarnir mættu á svæðið – samkvæmt gögnunum – mun Guðmundur hafa reynt að flýja á bíl og hafa falið hníf sinn undir gólfmottu bílsins; reynt án árangurs að brjótast út af lokuðu bílastæðinu með skrúfjárni.

Frá byrjun rannsóknarinnar var haft eftir, í íslenskum fjölmiðlum, spænskri lögreglu að bíllinn hafi verið í eigu fórnarlambsins og að Guðmundur hafi áður stolið bíllyklunum og undirbúið flóttann.

Spænsku lögregluþjónarnir fóru í það að veita sambýlismanninum hjálp og er Guðmundur sagður hafa nýtt þær aðstæður og flúið hlaupandi og klifrað yfir vegginn sem umlykur húsið.

Guðmundur var handtekinn eftir að lögregluþjónar sáu hann hlaupa í myrkrinu rétt hjá heimili móður hans og sambýlismanns hennar.

Fram kemur í gögnum málsins að sambýlismaðurinn hafi látist stuttu eftir að lögregluþjónarnir komu að honum helsærðum. Maðurinn var sextíu og fimm ára gamall að og átti tvö uppkominn börn og fimm barnabörn.

Guðmundur hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn tólfta janúar í fyrra og er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði; innbrot og fyrir að hafa hótað móður sinni lífláti.

Saksóknarar á Spáni krefjast þess að Guðmundur verði dæmdur í 31 árs fangelsi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -