Laugardagur 14. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu að aukast

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýrri greinagerð frá Embætti landlæknis um stöðu biðlista eftir völdum skurðaðgerðum kemur fram að eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu er að aukast en biðtími hefur lengst mikið þrátt fyrir að aðgerðum hafi fjölgað.

Í greinagerðinni kemur fram að alls biðu 140 einstaklingar eftir aðgerð á Landspítala, hjá Klíníkinni, Ármúla eða hjá Gravitas í byrjun október 2019. Á heildina litið höfðu 51% beðið lengur en 3 mánuði, sem skýrist aðallega af langri bið á Landspítala þar sem 75% höfðu beðið lengur en 3 mánuði.

Miðgildi biðtíma þeirra sem fóru í aðgerð á tímabilinu 1.10.2018 – 30.9.2019 var 44 vikur
á Landspítala en 6 vikur hjá Klíníkinni, Ármúla og hjá Gravitas, en á tveimur síðastnefndu stöðunum greiðir fólk fyrir aðgerð án kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.

Greinagerðina má sjá hér. Þar er einnig fjallað um biðlista skurðaðgerðir á augasteinum, Kvenaðgerðir (brottnám legs eða valdar skurðaðgerðir á grindarholslíffærum), brjóstaaðgerðir og brennsluaðgerð á hjarta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -