2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Ég á ekkert. Ég missti allt mitt“

Björgunaraðgerðir ganga hægt í borginni Beira í Mósambík þar sem fellibylurinn Idai olli miklu tjóni. Myndband sem birtist á vef BBC gefur ákveðna mynd af því hvernig ástandið er á svæðinu.

Fellibylurinn Idai olli gríðarlegum skemmdum í borginni Beira í Mósambík fyrir tæpri viku og er staðfest tala látinna komin upp í 200 samkvæmt frétt á vef BBC. Þó er óttast að tala látinna sé hærri og muni hækka.

Fellibylurinn olli mikill eyðileggingu á svæðinu eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Mikil þörf er á mat og öðrum nauðsynjum fyrir þá sem eru enn fastir á svæðinu en björgunaraðgerðir ganga hægt.

„Ég á ekkert. Ég missti allt mitt. Við höfum ekki mat. Við höfum ekki teppi, við þurfum aðstoð,“ sagði kona, sem er enn föst á svæðinu, í samtali við Pumza Fihlani, fréttakonu BBC á svæðinu.

Í umfjöllun sinni á vef BBC segir Fihlani að allir sem á vegi hennar hafa orðið í Beira hafi beðið hana um að fjalla um ástandið á svæðinu og sýna umheiminum þá eyðileggingu sem fellibylurinn olli.

AUGLÝSING


„Vinsamlegast hjálpaðu okkur. Sýndu heiminum að við erum að þjást. Við vitum ekki hvar við munum geta sofið,“ sagði þriggja barna faðir í samtali við Fihlani.

Í myndbandi sem BBC birti á vef sínum í dag má sjá hvernig ástandið í Beira er.

Mynd / Skjáskot úr myndbandi BBC

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is