Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

„Ég ætla ekki að vera þarna þegar jörðin opnast skyndilega undir fótum fólks og dregur í dauðann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson, Grindvíkingur og samfélagsrýnir, segist orðlaus yfir því að vísindamenn hafi ekki varað þjóðina við því að fara upp að gosinu. Mikil hætta sé af því að jörðin einfaldlega opnist undir fótum fólks með hræðilegum afleiðingum. Sjálfur segist Björn aldrei ætla í návígi við gosið.

„Alvarleg áminning – mjög alvarleg! Frá því að eldgosið hófst fyrir rúmum hálfum mánuði hefur í raun allt snúist um að gera sem flestum kleyft að berja gosið með eigin augum – í algjöru návígi. Hef ekki heyrt einn einasta vísindamann vara við því augljósa – þeirri hættu að nýjar sprungur geti fyrirvaralaust myndast undir fótum fólks víða á gossvæðinu,“ skrifar Björn á Facebook í gær.

Hann segir vísindamenn hafa mátt vara við sprungum fyrr. „Það sem gerðist í dag er háalvarleg áminning – eiginlega rautt spjald á vísindamennina, fólkið sem þjóðin treystir til að þekkja nægilega vel til mála til að vara við AUGLJÓSUM hættum sem kunna að liggja við hvert fótmál við þessar aðstæður. Alveg sérstaklega við þær aðstæður sem þarna eru nú – gos á langri sprungu. Í dag segir þetta fólk svo að fleiri sprungur geti myndast án nokkurra fyrirvara! Loksins! Þvílík viska!,“ segir Björn.

Hann segist kjaftstopp yfir þessu. „Það þurfti bara 300 metra sprungu, gosvirkni og hraðfara hraunflóð til að framkalla hana – að viðstöddum um 500 gestum sem allir hefðu getað verið í stórhættu! Maður er eiginlega kjaftstopp yfir öllum þessum glæfragangi!“

Þrátt fyrir að búa stutt frá gosinu þá ætlar hann ekki að fara að því. „Fjölmargir hafa spurt mig hvort ég ætlaði ekki að gosinu. Alltaf sama svarið. Nei, alls ekki við ríkjandi aðstæður! Nú, hvers vegna? Ég ætla ekki að vera þarna þegar jörðin opnast skyndilega undir fótum fólks og dregur það í sársaukafullan dauðann! Alltaf sama svarið. Rétta svarið.“

Björgunarsveitin Þorbjörn á Suðurnesjum segir í færslu á Facebook að það verði að endurskoða ýmsa hluti varðandi gosið en sprunga sem opnaðist í gær var örfáum metrum frá tjaldbúðum þeirra.

- Auglýsing -

„Í dag opnaðist ný gossprunga og vildi svo ótrúlega til að hún er um 200 metra frá tjaldbúðum sem við höfum rekið undanfarnar tvær vikur. Sem betur fer opnaðist þessi nýja ekki nær tjaldinu því þá hefði mögulega endað illa. Okkar liðsmenn voru fljótir á vettvang til þess að kippa tjaldinu og búnaðnum niður og koma í öruggt skjól. Nú má segja að ansi margar forsendur varðandi þetta eldgos séu brostnar. Nú þarf að endurskoða ýmsa hluti er varða öryggi og fleira og er sú vinna hafin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -