Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

„Ég er að verða 82 ára, ég á ekki mörg ár eftir og ég bara vona að það gerist áður en ég kveð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Matthíasson hagfræðingur vonast að ná sættum milli sín og yngstu dætra hans þrátt fyrir að hann höfði nú meiðyrðamál gegn Stundinni vegna viðtals við þær. Þær sökuðu föður sinn um misnotkun en Björn var þó ekki nefndur á nafn.

Í viðtali við Mannlíf segist Björn elska þær enn og vonar að sættir náist á endanum.  „Ég veit ekki hvort hann elskaði okkur eða ekki, það var ekki mjög ljóst af því hvernig hann var að haga sér,“ sagði eldri dóttir Björns í samtali við Stundina. Hvernig líður Birni að heyra þessi orð dóttur sinnar?

„Ég elska þær enn þá, ég get ekki lýst því nánar en svo. Ég elska þær bara mjög mikið,“ segir Björn, klökknar og gerir hlé á máli sínu.

„Já ég get ekkert sagt við þessu það er, þetta er bara hennar skoðun. En ég reyndi ekki að beita þær neinu andlegu ofbeldi eða neinu ofbeldi. Þvert á móti, ég gerði allt sem ég gat til að hæna þær að mér, en það hefur greinilega ekki tekist þannig það er áreiðanlega eitthvað til í þessum orðum hennar. Því miður. En að ég hafi beitt þær ofbeldi það gerði ég ekki.“

Björn segist hafa leitað ýmissa leiða til að ná fram sáttum við yngstu dætur sínar tvær, til dæmis bað hann fyrir um tveimur árum prest um aðstoð, en án árangurs. Hann segist þó aldrei gefa upp alla von um að ná sáttum.

„Ég vona alltaf. En það er, ég sé það ekkert í sjónmáli, en við verðum öll eldri og þroskaðri og við breytum um skoðun. Ég vona að það gerist einn góðan veðurdag, að við getum verið vinir og hagað okkur eins og faðir og dætur. Nú er ég að verða 82 ára, ég á ekki mörg ár eftir og ég bara vona að það gerist áður en ég kveð þennan heim,“ segir Björn að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -