Þriðjudagur 6. desember, 2022
1.8 C
Reykjavik

„Ég er ekki viss um að íbú­ar í Kópa­vogi verði ánægðir með þessa þjón­ustu­skerðingu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég er ekki viss um að íbú­ar í Kópa­vogi verði ánægðir með þessa þjón­ustu­skerðingu. Það hef­ur verið gríðarleg um­ferð um þessa stöð,“ seg­ir Jón Viggó Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sorpu í samtali við mbl.is.

Jón Viggó Gunnarsson.

Nýráðinn bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjáns­dótt­ir, til­kynnti stjórn­end­um Sorpu bréfleiðis í byrj­un síðasta mánaðar að loka þyrfti mót­töku­stöð Sorpu við Dal­veg 1 í Kópa­vogi; skila þurfi lóðinni til bæj­ar­ins fyrir 1. sept­em­ber árið 2024.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Í bréf­i Ásdísar, sem er fyrsta konan í sögu Sjálfstæðisflokksins sem gegnir embætti bæjarstjóra í Kópavogi, segir að ekki sé í gildi samn­ing­ur um leigu lóðar­inn­ar sem hafi verið út­hlutað til bráðabirgða fyrir 31 ári síðan:

„Sam­kvæmt aðal­skipu­lagi Kópa­vogs er svæðið ætlað versl­un og þjón­ust­u­starf­semi og sam­ræm­ist starf­semi Sorpu ekki því nú­gild­andi skipu­lagi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -