Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
4.1 C
Reykjavik

„Ég er með fjöldann allan af beinbrotum eftir grófustu árásirnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Tourette-samtakanna á Íslandi, Sindri Viborg, telur að breyta þurfi aðferðunum við að taka á eineltismálum hér á landi; Sindri segir að afar illa gangi að leysa úr eineltismálum innan skólakerfisins hér á landi, þar sem ekki er ljóst hver ber ábyrgð á því að taka á slíkum málum.

Sindri var viðmælandi í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis, á Bylgjunni.

Áberandi hafa verið fréttir um hræðilegt einelti sem tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur verið beitt – og eru lýsingarnar hreinlega ekki fyrir viðkvæma.

Í dag steig móðir stúlkunnar fram og ræddi um hið hrottalega einelti sem dóttir hennar hefur orðið fyrir í Hafnarfirði.

Sindri þekkir á eigin skinni að vera beittur einelti:

„Ég verð fyrir margra ára líkamlegu og andlegu einelti, ég er með fjöldann allan af beinbrotum eftir grófustu árásirnar; ég var stunginn með hníf,“ sagði Sindri og bætti þessu við:

- Auglýsing -

„Þetta er líkamlega dótið, fyrir utan minni mál eins og að sauma saman göt á höfði eða einhvers staðar í andliti; gera að brákuðum útlimum. Það er svo fyrir utan hið andlega einelti og annan níðingsskap.“

Sindri segir tourette-sjúkdómurinn sem hrjái hann hafi án vafa verið afdrifaríkur þáttur í eineltinu sem hann varð fyrir; lýsir því hvernig andlega hliðin á eineltinu var; segir útskúfun hafa þar spilað afar stórt hlutverk:

„Það kemur enginn í afmælið þitt, er gott dæmi; þú býður tvöföldum bekk með sextíu nemendum, en það mætir enginn. Þér er ekki boðið í afmæli, eða færð rangar dagsetningar og tímasetningar; þú færð ekki að taka þátt í skólalífinu almennilega; það er gríðarlegt regn af niðrandi ummælum og öðru í frímínútum. Maður er útskúfaður í rauninni alls staðar.“

- Auglýsing -

Sindri færði í tal að með tilkomu netsins hafi gerendum í eineltismálum verið veittur enn greiðari aðgangur að þolendum. Segir að ekki hafi verið gripið inn í þegar hann var lagður í hrottalegt einelti, þrátt fyrir að hafa leitast eftir því sjálfur:

„Það skilaði ekki neinum árangri; eftir nokkur ár var ég sjálfur kominn í sjálfsvígshugsanir og tilraunir. Þetta sligar mann.“

Eins og áður var nefnt telur Sindri að illa muni gangi að leysa úr eineltismálum innan skólakerfisins á Íslandi, þar sem ekki er ljóst hver ber ábyrgð á því að taka á slíkum málum. Þangað til verði erfitt að koma í veg fyrir einelti.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -