2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Ég get ekki áfellst sjálfan mig“

Eiríkur Brynjólfsson kom með mislingasmit til Íslands. Hann segist ekki geta áfellst sjálfan sig enda hafi hann talið sig bólusettan. Hann sagði sögu sína í viðtali við Mannlíf.

„Það er auðvitað mjög leiðinlegt að heyra um smitaða einstaklinga, sérstaklega börn, en ég get ekki áfellst sjálfan mig fyrir það þar sem ég var viss um að ég væri bólusettur fyrir mislingum.“

Hann bendir á að hann hafi áður farið í ferðalög og þá fengið bólusetningar fyrir lifrarbólgu og fleiri sjúkdómum en minnist þess ekki að þetta hafi komið til umræðu. „Það getur vel verið að ég hafi verið spurður, sem ég minnist ekki, en þá hefði ég örugglega sagst vera bólusettur, því ég stóð í þeirri trú. En þegar maður býr í svona litlu landi og fámennu samfélagi þá kannski gerir maður ráð fyrir því að við séum öll á sama stað hvað þetta varðar og er ekkert að velta þessu fyrir sér. Lifir svona í smásjálfsblekkingu með þetta sem er auðvitað ekki gott,“ segir Eiríkur í viðtali við Mannlíf sem kom út á föstudaginn.

Lestu viðtalið í heild sinni hérna.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is