Þriðjudagur 15. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Ég hef alltaf elskað þig Leonard Cohen

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ég staulast á fætur og er tilbúinn í slaginn. Smóka eina sneggu rétt áður en vatnið er nægilega heitt fyrir Senseo vélina mína.

Herði upp hugann um leið.

Það er ekki auðvelt að vakna um miðjan vetur.

Þarf að spyrja spegilinn og skápana hvort þetta sé í raun ég, en ekki tvífari minn.

Legg í hann og spæni upp malbikið á leið minni til Laugarbakka. Hef í fórum mínum heimilisfang párað á upplitað og eldgamalt blað með bleikum tússpenna.

Gamall vinur sem mögulega bíður mín þar; og ég get ekki gleymt, en hverju, það man ég ekki.

- Auglýsing -

Ég elskaði þig nánast strax, en man að þú varst ekki í skýjunum þegar ég spurði um leið og þú spurðir um ástina, eins og Kalli kóngur, hvað er eiginlega ást?

Svarið var út í hött og inn í mynd; og veggfóðraður veruleikinn breytti mér í ísbjörn sem beið þess að komast af ísjakanum og vera skotinn sem fyrst.

Ég var skotinn, en hélt svo bara áfram mína leið. Ég meina, ef þau segja að það hafir verið þú þá segðu bara að það hafi verið var ég.

- Auglýsing -

Bráðum verð ég hjá þér, í það minnsta í draumum mínum, og færi þér blömvönd gerðan úr kaktusum og afgangs málningu frá þeim tíma sem þröng föt voru í tísku ásamt prófgráðum sem áttu engin systkini.

Þú sagðir mér alltaf að kaktusar voru eins og fallegur og harður veruleiki þar sem Chihuahua hundur sem misst hefur prófið eftir aðeins tveggja vikna akstur ræður öllu nema frjálsum vilja okkar sem mér hef alltaf fundist falskur og heimatilbúinn.

Ferðin var þess virði, en verst að ég get ekki gleymt þessu sem ég man ekki. Sem er lífið í hnotskurn; eggjaskurn og páskaegg.

Allt gott. En þú? Svo kveðjumst við.

Ég hef alltaf elskað þig, Leonard Cohen.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -