„Það sem gerist er að allt í einu voru fleiri seðlar heldur en voru skráðir í byrjun,“ segir einn umboðsmannana sem var viðstaddur í Norðvesturkjördæmi um kosningahelgina.
Margar spurningar hafa vaknað eftir að töluverðar beytingar urðu á úrslitum eftir að atkvæði voru talin aftur í Norðvesturkjördæmi.
Ræddi Mannlíf við umboðsmanninn, sem vill ekki láta nafn síns getið, og rekur hann röð mistaka sem áttu sér stað. Hann tekur einnig fram að engir umboðsmenn hafi verið viðstaddir fyrir pírata eða framsóknarflokkinn.
Umboðsmaðurinn segir að öll gögnin hafi verið innsigluð í upphafi talningar en í lok dagsins þegar skilið var við gögnin hafi ekki verið gengið frá þeim eins og reglur segja til um. Þá hafi margir getað nálgast gögnin. Þá hafi einhver „vafaatkvæði“ verið metin gild.
„Ég get staðfest það að öll kjörgögn voru innsigluð. En í lokinn fyrir endurtalninguna þegar öllu er lokað og læst segja þeir, eru ennþá hótelstarfsmenn, talningamenn og yfirkjörstjórn sem hafði aðgang að gögnunum sem voru ekki innsigluð“.
Umboðsmaðurinn segir að ef einbeittur brotavilji sé fyrir hendi þá væri vel hægt að taka auða seðla úr ruslinu og setja X við.
Þá segir umboðsmaðurinn að hann hafi ekki fengið tilkynningu um að endurtalning ætti að fara fram heldur hafi hann frétt það frá flokksmanni. Þegar umboðsmaðurinn mætir á svæðið ræðir hann og aðrir umboðsmenn við Inga sem býður þeim inn í talningarsalinn.
„Hann býður okkur inn í talningasalinn sem er mjög óvanalegt, sem er yfirleitt ekki gert,“ sagði hann og bætti við að þá hafi gögnin ekki verið innsigluð.
„Ég sé að það er ekki innsiglað og ekki innsiglaður starfsmannaaðgangur að talningarstað‘‘.
Umboðsmaðurinn segir viss um að mörg mistök hafi átt sér stað. „Ég get fullyrt að þau brjóta kosningalögin þarna, þetta er í rauninni bara vanhæfni þessa verktaka sem eru að vinna fyrir ríkið, sérstaklega Inga“
Að lokum segist hann vita að fólk sé ekki beðið um skilríki á kjörstað, og þá sérstaklega í minni bæjum. Það sé þá afgreitt vegna þess að fólkið kannist við hvort annað. „Já ég þekki þig, gjörðu svo vel,“ sagði hann vera gott dæmi um enn eitt brotið.