Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

„Ég hataði hann svo mikið að mig langaði til þess að drepa hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vignir Daðason, sem gengur undir nafninu Vigga Daða, ólst upp í Keflavík. Hann varð fyrir áfalli 10 ára gamall sem markaði líf hans í áratugi og sauð reiðin í honum í 35 ár. Hann kynntist sem unglingur vímuefnum, var á yngri árum í ýmsum hljómsveitum og hann fór í meðferð 2001 eftir að hafa átt langt „þurrktímabil“. Árið 2008 þegar efnahagshrunið varð lét hinn ómeðhöndlaði alkóhólismi á sér kræla og hrundi hann á huga, líkama og sál og upplifði kulnun.

„Ég var beittur misrétti þegar ég var 10 ára gamall. Það gerði mig svo reiðan að ég var reiður í 35 ár. Ég eyddi 35 árum af ævi minni í að vera reiður út í einn einstakling. Ég hataði hann svo mikið að mig langaði til þess að drepa hann en það eina sem það gerði var að það drap mig meira og meira með hverjum deginum sem leið. Og allt í kringum mig sem ég snerti visnaði upp; það bara fjarlægðist. Ég held að ég hafi ekkert verið sérstaklega leiðinlegur einstaklingur en reiðin var mér fjötur um fót. Ég reyndi alltaf að halda andliti og þykjast vera einhver annar en ég var. Fólk var meðvitað um það.“

Þetta og meira er að finna í Helgarviðtali Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -