„Ég hef aldrei tekið sopa af áfengi“

Deila

- Auglýsing -

Manuela Ósk Harðardóttir hefur aldrei smakkað vín og er reglulega spurð að því hver ástæðan sé. Hún segir enga sérstaka ástæðu vera fyrir því, hana hefur einfaldlega aldrei langað til að drekka áfengi.

„Ég fæ þessa spurningu svo oft,“ sagði segir Manuela Ósk Harðardóttir í viðtali við Stefán Árna Pálsson í þættinum Einkalífið, þegar hún var spurð út í ástæðuna fyrir því að hún hafi aldrei drukkið vín.

„Þegar ég segi að ég hafi aldrei drukkið eða drekki ekki og þá halda rosalega margir að ég hafi átt við áfengisvandamál að stríða en það hefur aldrei verið. Ég hef aldrei tekið sopa af áfengi. Það var ekki meðvituð ákvörðun beint, ég eiginlega bara byrjaði aldrei, ég var alltaf hálf hrædd við það,“ útskýrði Manuela.

…þá halda rosalega margir að ég hafi átt við áfengisvandamál að stríða.

Hún segist einfaldlega ekki hafa haft áhuga á því að smakka vín. „Ef mig myndi langa það í dag þá myndi ég bara prófa það.“

Manuela var einnig spurð út í Ungfrú Ísland keppnina og hvort hún hefði einhvern tíman séð eftir því að hafa tekið þátt. „Ungfrú ísland var góð reynsla fyrir mig.“

Í þættinum talar hún einnig um holdafar sitt og samfélagsmiðla svo dæmi séu tekin.

„Ég er búin að stúdera samfélagsmiðla. Mér finnst þeir svo áhugaverðir, ég tók eftir þessu við þessa einu mynd og ákvað að spyrja að þessu, og þetta endaði svona,“ sagði Manuela og vísaði þar í spurningu sem hún varpaði fram í janúar. Þá spurði hún fylgjendur sína á Instagram hvernig stæði á því að um 51 þúsund manns fylgja henni á Instagram en hún fær gjarnan um 300-700 „like“ við hverja mynd. Sú tölfræði þótti henni undarleg. „Fylgjendur ættu ekki bara að vera fylgjendur, þeir ættu að vera stuðningsmenn,“ skrifaði hún þá meðal annars.

Sjá einnig: Undrandi á litlum viðbrögðum miðað við fjölda fylgjenda

Viðtalið við Manuelu má sjá á vef Vísis.

Mynd / Styrmir Kári

- Advertisement -

Athugasemdir