2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Ég hef brennandi ástríðu fyrir að skapa“

Myndlistarkonan Karen Kjerúlf hefur opnað níundu einkasýningu sína í Energia í Smáralind.

„Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir að skapa og skreyta,“ segir Karen, sem í marga áratugi hefur þróað myndlist sína. Eftir að hún kynntist olíunni var ekki aftur snúið.

„Ég tók að mér í fjöldamörg ár að mála andlitsmyndir í pastel eftir ljósmyndum. Seinna kynntist ég olíunni, sem ég nota mest í dag,“ segir Karen sem er búin að fara á mörg námskeið í málun hjá Myndlistaskóla Kópavogs og hjá ýmsum listamönnum.

Meginþema sýningarinnar núna er litadýrð, landslag og abstrakt.

AUGLÝSING


Karen velur að vera með sanngjarna verðlagningu, því hún vill að sem flestir eigi kost á að eignast listaverk hennar. „Ég vil frekar mála mikið og gleðja sem flesta, enda stoppa flest verka minna ekki lengi hjá mér.“ Einnig málar hún myndir eftir sérpöntunum.

Vefgallerí Karenar má finna á karenkjerulf.com

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is