Miðvikudagur 18. september, 2024
11.1 C
Reykjavik

„Ég lagði hug og hjarta mitt í gerð bókarinnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Berglind Hreiðarsdóttir er einn þekktasti matarbloggari landsins en hún heldur úti heimasíðunni Gotterí & gersemar, þar sem finna má fjölda uppskrifta að mat úr smiðju hennar sem eru dásamlegar bæði fyrir augu og bragðlaukanna. Berglind er líka flinkur veisluhaldari og fyrir jólin gefur hún út sína fyrstu bók sem heitir því viðeigandi nafni Veislubókin.

 

„Ég hef gengið með bókarskrif í maganum í mörg ár. Lífið þýtur síðan áfram á ljóshraða, maður er að eignast börn, klára mastersnám, í fullri vinnu með bloggið á hliðarlínunni svo það eru ekkert allt of margar mínútur eftir í sólarhringnum fyrir slíkt. Í ár hefur bloggið og allt sem því tengist hins vegar átt hug minn allan og því fylgdi þessi dásamlega útkoma sem Veislubókin er og mikið sem það var gaman að vinna þetta verkefni,“ svarar Berglind aðspurð um hugmyndina að bókinni.

Handbók fyrir veislustúss

„Veislubókin er nokkurs konar handbók fyrir þá sem eru í veislustússi, í henni er að finna sex mismunandi kafla um veislur; brúðkaup, útskriftir, fermingar, skírn/nafngjafarathafnir og tvær tegundir af afmæli, bæði barna og fullorðins. Í hverjum kafla eru gátlistar um ýmislegt sem gott er að hafa í huga við skipulag veislunnar, skreytingahugmyndir og fullt af freistandi uppskriftum,“ segir Berglind.

„Ég lagði hug og hjarta mitt í gerð þessarar bókar, fékk fagfólk til að lesa yfir ákveðna kafla með mér, tók allar ljósmyndirnar sjálf og fékk kennslu og aðstoð við myndvinnslu frá Offa vini mínum. Þetta var allt saman heilmikill skóli og ég gæti alveg hugsað mér að gera aðra bók síðar á lífsleiðinni fyrst ég er komin á bragðið,“ segir Berglind og bætir við: „Ég hef haldið úti matarblogginu www.gotteri.is síðan árið 2012 og þar er að finna ógrynni af uppskriftum, veisluhugmyndum og fleiru. Einnig er ég að bjóða upp á kökuskreytinganámskeið og finnst mjög gaman að miðla þekkingu minni áfram hvað það varðar.“

- Auglýsing -

Það var auðsótt mál að fá Berglindi til að gefa lesendum Mannlífs uppskrift að einni sælkeraköku.

Súkkulaðihringur með appelsínukeim

- Auglýsing -

Súkkulaðikaka

  • 3 egg
  • 200 ml vatn
  • 150 g Hellmann‘s-majónes
  • 1 x Betty Crocker Devils Food Cake mix
  • 3 msk. bökunarkakó
  • ½ tsk. kanill
  • 1 x appelsína (+ meiri appelsínubörkur til skrauts)
  • 100 g dökkir súkkulaðidropar
  1. Hrærið saman egg, vatn og majónes.
  2. Bætið kökudufti, kanil og bökunarkakói saman við og hrærið vel.
  3. Rífið börkinn af appelsínunni fínt niður og kreistið safann í glas, bætið hvoru tveggja út í deigið og blandið vel.
  4. Að lokum má setja súkkulaðidropana saman við deigið.
  5. Smyrjið hringlaga formkökuform vel með smjöri eða með matarolíuspreyi og hellið deiginu í formið.
  6. Bakið við 160° í um 40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smávegis kökumylsnu á, ekki blautu deigi.
  7. Kælið kökuna vel, skerið neðan af henni til að jafna hana út og hvolfið á fallegan kökudisk.
  8. Útbúið kremið og skreytið (sjá uppskrift hér að neðan)

Súkkulaðihjúpur

  • 160 g flórsykur
  • 2 msk. bökunarkakó
  • 3 msk. appelsínusafi
  1. Hrærið allt saman og látið renna óreglulega yfir kælda kökuna.
  2. Skreytið með rifnum appelsínuberki, appelsínusneiðum eða því sem hugurinn girnist.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -