Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Ég lít á þetta sem tækifæri til að styrkja mig og efla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Már Gunnarsson sundkappi og tónlistarmaður segir í færslu á Facebook að það sé undarleg tilfinning að Olympíuleikunum sem fara áttu fram í Tokyó í ár hafi verið frestað um eitt ár.

„Þetta er að sjálfsögðu undarleg tilfinning þar sem leikarnir hafa verið stimplaðir inn í höfuðið á mér í mörg ár og ég og mitt teymi höfum smíðað allar okkar áætlanir út frá því,“ segir Már, en segist styðja þá ákvörðun heils hugar, enda heilsa fólks það sem skipti mestu máli. „Hugur minn er hjá þeim sem hafa veikst og aðstandendum þeirra og vil ég senda öllum kveðju um góðan bata!“

„Ég lít á þetta sem tækifæri til að styrkja mig og efla en fremur og nú tekur við eitt og hálft ár fram að leikunum 2021. Fullt af spennandi verkefnum sem ég hlakka til að takast á við,“ segir Már, sem er ung og jákvæð fyrirmynd. Már var í forsíðuviðtali Mannlífs í janúar, sem lesa má hér.

Deilir Már upptöku af stór stórtónleikunum hans Alive, sem haldnir voru 13. mars.

„Hvet ég ykkur endilega til að eiga huggulega fjölskyldustund með poppi og kók og horfa á tónleikana í sjónvarpinu. Þessir tónleikar voru eflaust þeir fyrstu sem sýndir voru beint út í samfélagið vegna ástandsins og 19000 manns nýttu sér þannn kost og vil ég þakka öllum fyrir áhorfið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -