Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Ég sagði af hverju í fokkinu haldið þið það?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég sé stundum að heili fólks er að springa þegar ég tala íslensku því það passar ekki inn í formið. Ég veit að þetta er ekki endilega illa meint en ég verð stundum pirruð.“

Þetta segir Fida Abu Libdeh í opinskáu helgarviðtali við Björk Eiðsdóttur sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag, en Fida fluttist til Íslands frá Palestínu þá sextán ára að aldri og lauk námi við Háskóla Íslands í orku- og umhverfistæknifræði.

Lokaverkefnið vann hún ásamt Burkna Pálssyni, skólafélaga sínum og skoðuðu þau áhrif kísils á mannslíkamans og hreinsunaraðferðir á kísli. Í kjölfarið stofnuðu skólafélagarnir Geo Silica árið 2012, sem í dag framleiðir náttúruleg íslensk fæðubótarefni og hefur sett á markað fimm vörur.

Þarf að hefja flest samtöl á því hvaðan hún er hvort hún tali íslensku

Fyrirtækið er í dag metið á 700 milljónir króna en Fida segir að því ofar sem hún klífi metorðastigann í þjóðfélaginu verði fyrir fram ákveðnar hugmyndir og fordómar sem hún mætir því meiri. „Ég er í stjórn samtaka sprotafyrirtækja og UN Women og bauð mig fram á dögunum sem formann Félags kvenna í atvinnulífinu.“

Þá fékk ég að heyra hversu flott það væri að fá einhvern af erlendum uppruna. Ég var ekki að bjóða mig fram því ég er af erlendum uppruna. Ég er athafnakona.

„Who is the owner of the company?“

Fida segir frá eftirminnilegu kvennakvöldi þar sem þau voru komin til að kynna vörurnar og eiginleika þeirra þegar þrjár konur hafi gefið sig á tal við hana, hrósað vörunum og innt Fidu eftir því hver ætti fyrirtækið. „Ég segi að ég eigi það – þetta sé spin off frá lokaverkefni mínu í háskóla. Hún segist vita það að þaðan hafi hugmyndin komið en ítrekar spurningu sína um hver eigi fyrirtækið.

Ég segi aftur að það sé ég, ég sé eigandi fyrirtækisins. Þá segir hún: „Who´s the owner of the company?“

Fida segir atvikið hafa verið auðmýkjandi og að henni hafi síst verið gleði í huga þegar konan bar upp spurninguna um raunverulegt eignarhald fyrirtækisins á kvennakvöldi Geo-Silica. „Þvílíka niðurlægingin fyrir mig, geturðu ímyndað þér hvernig þér myndi líða?“

- Auglýsing -

Aðspurð segir Fida þó að lítill munur sé á palestínskum og íslenskum konum, en palestínskar konur eru þekktar baráttukonur hafa tekið mikinn þátt í frelsisbaráttu Palestínu. Helsti munurinn sé sá að íslenskir karlmenn standi með konunum sínum. „Þar liggur munurinn,“ segir Fida jafnframt.

Það er kannski skrýtið að segja það en stríðið í Palestínu hefur hjálpað konum þar mikið þar sem það hefur ýtt þeim framar. Þær eru í forsvari fyrir baráttu Palestínu og hefur sú staðreynd breytt menningunni mikið.

Helgarviðtalið við Fidu Abu Libdeh má lesa HÉR

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -