Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Ég var að refsa sjálfri mér“ – Andrea stundar enn meðferð þó hún geti næstum ekki fitnað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andrea Ævarsdóttir sem hefur glímt við matarfíkn í áratugi. Þyngst var hún 135 kíló. Hún fór í fyrra í magaaðgerð og hefur síðan lést um 50 kíló. Í viðtali við Mannlíf segist hún enn fara í meðferð þó geti varla fitnað mikið.

„Ég fór fyrst í meðferð til að vinna úr áföllum en eftir aðgerðina var meira farið í að vinna með sjálfsmat mitt af því að sterkt sjálfsmat gefur manni meiri viljastyrk. Við fórum til að mynda að vinna með ranghugmyndir tengdar mat og erum svolítið í þeirri vinnu. Ég er núna á alveg þokkalega góðum stað varðandi þessar ranghugmyndir gagnvart mat en áður fyrr skipti ég mat svolítið í „góðan“ og „vondan“ – „góður“ matur var til dæmis grænmeti og magurt kjöt en „vondur“ matur voru til dæmis kartöflur, hrísgrjón, brauð, sælgæti og pasta. Og ég fékk samviskubit ef ég borðaði „vondan“ mat,“ segir Andrea.

Hún segist jafnvel hafa farið svo langt að refsa sér. „Við erum búin að vinna svolítið í þessu. Það er allt í lagi að fá sér hrísgrjón með matnum; ég er ekki að gera neitt rangt. Ég er ekki að brjóta af mér þó ég fái mér hrísgrjón með matnum því ég var pínu komin þangað. Og ég var líka komin í það að ég var að refsa sjálfri mér fyrir það að hafa borðað eitthvað sem var „vondur“ matur með því að borða ekkert.“

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -