• Orðrómur

„Ég var nýbyrjaður í nýrri vinnu og hringt var í mig, innheimtufyrirtæki var komið að sækja bílinn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Matthías Freyr Matthíasson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, opnar sig á Twitter með fjárhagsvandræði sín yfir árin. Hann segist hafa leyst þau fyrir nokkrum árum en skammast sín of mikið til að ræða þau fyrr en nú. Hann segist hafa orðið stórskuldugur þrátt fyrir að hafa ekki verið í neinu braski. Lægsti punkurinn var þegar innheimtufyrirtæki mætti á vinnustað hans þar sem hann hafði starfað stutt. Þau vildu bílinn hans og það strax.

„Þetta verður örugglega þráður en so be it. Hef yfirleitt skammast mín að ræða þessi málefni opinberlega en nú er ég hættur að skammast mín (skammast er greinilega uppáhaldsorðið mitt í dag. Ef það er eitthvað sem þarf og hefur þurft að efla er fjármálalæsi,“ skrifar Matthías og heldur áfram:

„Ég hafði yfirleitt alltaf mjög takmarkaðan skilning á fjármálum og kunni illa með peninga að fara. Lærði aldrei neitt í skóla um slíka hluti. Lærði reyndar yfirleitt lítið í skóla yfir höfuð en það er annað mál. Þegar ég komst á unglingsár/snemm-fullorðinsár. Var ég yfirleitt í einhversskonar fjármálalegu veseni og í reddingum hingað og þangað, með yfirdrætti hér og þar eða sló fólk um lán hingað og þangað. Uppúr miðjum tvítugsaldri breyttust hlutirnir. Mér áskotnuðust töluverðir fjármunir sem gerðu það að verkum að lífið var töluvert auðveldara. Síðan líður tíminn og ég bý mér og fjöllunni heimili og á yfirleitt smá aukreitis og litlar skuldir, húsnæði og bíll. Gátum farið erlendis og næserí. Síðan kemur hrunið og við tekur erfiður tími.“

- Auglýsing -

Árin á eftir hrunið voru honum erfið líkt og svo mörgum. „Eftir næstum þriggja ára atvinnuleysi, skilnað og allskonar er ég orðinn Ólafur Ragnar úr Vöktunum. Sífellt að reyna að koma mér út úr veseni með einhverjum reddingum þar sem ,,bankinn var með eitthvað vesen í kerfinu“. Við hrunið var tekin sú ákvörðun að matur á borðum myndi ganga fyrir öllu öðru. Atvinnuleysi gerði það að verkum að skuldir voru ekki greiddar, ekki hægt að semja og hlóðust upp eins og nýfallinn snjór í miðjum desember á norðurlandi,“ segir Matthías.

Hann segist hafa upplifað mikla skömm á þessum tíma. „Allstaðar kom ég einhvernveginn að lokuðum dyrum. Þannig að ég lokaði augunum fyrir vandamálunum. Lokaði einkabankaaðgangi, svaraði ekki tölvupóstum eða hringingum frá einhverjum sem ég þekkti ekki. Lágpunkturinn var þegar ég var tiltörulega nýbyrjaður í nýrri vinnu og hringt var í mig, innheimtufyrirtæki var komið að sækja bílinn minn. Í vinnuna. Núna. Þurfti því að fara út og sækja draslið í bílinn og labba með það inn á skrifstofuna og útskýra hvað hefði skeð. Nota bene, skil vel að bílinn hafi verið tekinn, lánin voru ekki greidd. Reyndar vegna þess að þau höfðu margfaldast en that´s beside the point.

Honum var boðið að semja en sá samningur líktist helst þrældómi. „Ég lifði lengi í óttanum. Ég lifði lengi í skömminni yfir því að geta ekki náð tökum á þessum aðstæðum mínum. Ég reyndi margar mögulegar leiðir. Mér var boðið ýmislegt. Líkt og semja um greiðslur sem miðað við fyrirliggjandi skuldir á þeim tíma hefðu tekið mig 13 ár að mig minnir að greiða upp, þar sem ég hefði ekki haft tök á að leigja, koma mér í og úr vinnu, fæða mig eða barn og hvað þá klæða. Mér myndi ekki gefast færi á að eignast eitt né neitt,“ segir Matthías.

- Auglýsing -

Hann ítrekar að ástæða þessa skulda hafi ekki verið brask. „Aftur, ég var ekki í einhverju fjármálabraski. Bara ósköp venjulegur íslendingur með ekkert vit á fjármálum sem hafði verið atvinnulaus í lengri tíma. Nokkru seinna, eftir að hafa lifað við þessar aðstæður í mörg ár voru aðstæður breyttar. Ég kynnist nýrri konu og við sköpum okkur nýtt líf. Hún kenndi mér margt varðandi peninga sem og aukinn þroski kom. Ég braut odd af oflæti mínu og sýndi vanmátt minn og fór til Umboðsmanns skuldara. Við þá aðgerð snarlöguðust hlutirnir með aðgerðum sem þar var farið í.“

Hann segir að Umboðsmaður skuldara hafi einfaldlega bjargað sér. „Ég fékk loks andrými. Það gerðist allt vegna þess að ég sýndi virkilega loksins vanmátt minn gagnvart aðstæðunum. Ef þú ert á þeim stað að finnast þú ekki komast neitt áfram, þá er það besta sem þú getur gert er að leita aðstoðar. Sama um hvað ræðir. Þetta bjargaði mér, minni geðheilsu og útliti um hvernig framtíðin myndi líta út. Með þeirri aðstoð sem ég leitaðist eftir að fá. Ekki gera eins og ég. Ekki bíða of lengi. Athugist. Það eru nokkur ár síðan ég greip til aðgerða en vegna skömm ekki þorað að ræða það.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -