Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

„Ég varð algjörlega agndofa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinþór Helgi Arnsteinsson, viðburðastjóri hjá CCP, segist ekki horfa nærri eins mikið á sjónvarp og hann myndi vilja því hann vinni allt of mikið. Þar af leiðandi vandi hann nokkuð valið sem áhorfandi og hafi sérstakt dálæti á „kitch“-kvikmyndum.

Last Action Hero
Ég horfði á Last Action Hero um daginn, í fyrsta sinn bara síðan hún kom út, og ég fullyrði að þetta er ein vanmetnasta kvikmynd síðustu 30 ára. Og ég er ekki einu sinni að tala um vanmetnustu hasarmyndina eða eitthvað, heldur bara vanmetnustu KVIKMYND seinni ára. Myndin er post-módernískt meistaraverk, unaðsleg satíra á klisjur hasarmynda og fullkomin skemmtun frá upphafi til enda. Leikstjórinn er John McTiernan, sem gerði Die Hard og Predator, og honum tekst einhvern veginn að skapa marglaga snilld sem ég held að allir hafi misskilið.

The Human Centipede 1 & 2
Ég veit að ég er fullkomlega galinn að finnast þetta en mér finnst The Human Centipede-myndirnar geggjaðar (tek reyndar ekki fram að ég hef ekki séð númer 3). Þær eru það náttúrlega bókstaflega en þetta gígantíska óhóf sem blasir við manni í þessum myndum er algjörlega á öðru leveli en maður hefur áður séð eða bara skilið. Ég varð algjörlega agndofa eftir fyrstu myndina en svo gekk númer tvö algjörlega fram af mér. Viðbjóðurinn er keyrður úr öllu hófi en samt á einhvern fagurfræðilegan hátt. Þetta er kannski ekki sakbitin „sæla“, en þetta er sannarlega sakbitið eitthvað.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -