• Orðrómur

„Ég vil bara gleðja fólk“ 

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Grínsketsar sem leikarinn Vilhelm Neto gerir hafa náð töluverðum vinsældum á Instagram undanfarið. Um stutt myndbönd er að ræða þar sem Vilhelm gerir grín af m.a. málefnum líðandi stundar og hinum ýmsum týpum. Markmiðið með sketsunum er að gleðja fólk.

 

Leikarinn Vilhelm Neto lærði leiklist í Kaupmannahöfn og útskrifaðist í sumar. Spurður úr í hvað hann hefur verið að gera síðan hann útskrifaðist segir hann: „Ég er búinn að vera á fullu síðan ég kom aftur til Íslands. Ég er búinn að vera að semja uppistand með Stefáni Inga og Hákoni Erni og gera hlaðvarp fyrir RÚV Núll sem heitir Já OK! með Fjölni Gíslasyni. Svo eru fleiri járn í eldinum, spennandi verkefni sem eru samt leyndó.“

Til viðbótar við þetta birtir Vilhelm reglulega sketsa á Instagram sem njóta mikilla vinsælda. „Ég byrjaði að gera sketsa fyrir nokkrum árum, þá byrjaði ég á snjallsímaforritinu Vine, þegar það var ennþá til.“

- Auglýsing -

Þegar Vine hætti árið 2017 fór Vilhelm að notast við Twitter. „Ég sá að fólki fannst það sem ég var að gera skemmtilegt og var að fíla sketsana. Þannig að ég ákvað að kýla á það að setja þá alla á Instagram.“

Mynd / Unnur Magna

Vilhelm byrjaði að birta myndböndin sín á Instagram sumarið 2019. Í dag fylgja tæplega 13.000 manns honum þar. „Ég er mjög þakklátur fyrir alla þessa athygli. Ég vil bara gleðja fólk,“ segir hann.

- Auglýsing -

Úthverfamamman og finnski pabbinn vinsæl

Þegar Vilhelm er spurður út í hvaða skets frá honum hefur verið vinsælastur hugsar hann sig um og svarar svo. „Rappeftirhermurnar fengu mikla athygli. Og baggkóngurinn, fólk er enn þá að vísa í það við mig niðri í bæ,“ segir hann og hlær. „Sketsinn um gengi íslensku krónunnar var líka vinsæll, ég er smá stoltur af honum,“ bætir hann við.

View this post on Instagram

Íslenska gengið

A post shared by Vilhelm Neto (@villineto) on

- Auglýsing -

Sketsarnir sem Vilhelm gerði með Ingunni vinkonu sinni eru líka í uppáhaldi hjá honum að hans sögn.

„Svo eru það nokkrir karakterar sem hafa vakið athygli og fengið mikið áhorf, t.d. úthverfamamman og finnski pabbinn.“

View this post on Instagram

Úthverfamamman

A post shared by Vilhelm Neto (@villineto) on

View this post on Instagram

Finnskur pabbi í sólarlandaferð.

A post shared by Vilhelm Neto (@villineto) on

Annars segist Vilhelm ekki vilja velta sér mikið upp úr áhorfstölum. „Ég reyni að telja áhorfin ekki, þá verð ég smá geðveikur,“ segir hann og hlær. „Ef ég fer að hugsa of mikið um viðbrögðin og skoða stöðuna reglulega þá verð ég bara stressaður yfir þessu.“

Talandi um stress, Vilhelm viðurkennir að hann finni fyrir stressi þegar hann er ekki búinn að birta nýjan skets á Instagram í langan tíma. „Ef fólk fer að ýta á mig og spyrja hvenær ég ætli að birta nýjan skets þá fyrst verð ég stressaður,“ segir hann og hlær.

Vill ekki særa

Aðspurður hvort hann ritskoði sig mikið áður en hann birtir nýtt myndband á Instagram segir hann: „Nei, nema það að ég passa mig á að gera ekki grín sem niðurlægir. Áður en ég birti skets þá spyr ég mig hvort einhverjum gæti liðið illa vegna myndbandsins. Ég vil ekki særa fólk…vera einhver leiðinleg týpa sem er alltaf að móðga.“

„Áður en ég birti þá spyr ég mig hvort einhverjum gæti liðið illa vegna myndbandsins.“

Vilhelm segist ekki hafa lent í því að móðga fólk með sketsum sínum. „Nei, ég hef verið frekar heppinn með það. Ég hef reyndar sjálfur fengið efasemdir og eytt skets sem mér fannst ekki í lagi.“

Uppistandssýningar fram undan

Að lokum bendir Vilhelm áhugasömum á uppistandssýningarnar Endurmenntun sem eru fram undan. „Við Stefán og Hákon verðum með uppistand á Akureyri 21. nóvember á Græna Hattinum. Á Rifi á Snæfellsnesi 22. nóvember og á Kex Hostel 23. nóvember.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -