- Auglýsing -
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er allt annað en ánægður með blogg það er Morgunblaðið hýsir; moggabloggið svokallaða.
Honum þykir nóg þegar birt er grein sem hann telur ekki vera neitt annað en gyðingahatur; vísar í þetta blogg hér.
Segir:
„Það er margur óþverrinn sem birtist á bloggi Morgunblaðsins – og yfirleitt aldrei neitt sem vitglóra er í.“
Bætir við:
„Moggabloggið er algjör rusakista. En hér tekur steininn úr – bullandi gyðingahatur. Maður á ekki orð.“