Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Egill segir almenning reiðan með réttu: „Horfandi upp á ofbjóðanlegt launaskrið forstjóranna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðfélagsrýnirinn og þáttastjórnandinn Egill Helgason segir að það sé ekkert nema eðlilegt að almenningur á Íslandi sé reiður. Vísar hann til greinar er ber yfirskriftina: Meðallaun 15 forstjóra í Kauphöll voru 7,1 milljón króna í fyrra, og birtist á Heimildinni.

Þar eru tiltekin laun forstjóra á Íslandi, sem hingað til hafa ekki þurft að fara í neinar kjarasamningaviðræður né verkföll, svo vitað sé til.

„Ekki furða að fólk verði reitt, horfandi upp á ofbjóðanlegt launaskrið forstjóranna.“

Hann bætir við:

„Sumir stjórna fyrirtækjum sem eru að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða.“

Egill kemur inn á stéttarvitund forstjóranna með háu launin:

- Auglýsing -

„En stéttavitund forstjóra er mjög næm – þeir sitja í stjórnum þvers og kruss og eru mjög opnir fyrir að hækka hver aðra. Og svo er hætt við að talin verði þörf á að topparnir hjá ríkinu hækki í kjölfarið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -