Föstudagur 11. október, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Eiginkona Páls segir Þóru hafa tekið við símanum – Upptaka varpar ljósi á þátt Ríkisútvarpsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks, átti beina aðild að innbroti í síma Páls Steingrímssonar skipstjóra, samkvæmt framburði fyrrverandi eiginkonu skipstjórans. Samkvæmt því sem eiginkonan segir þá rændi hún símanum af Páli sem lá meðvitundarlaus á sjúkrabeði á Landspítalanum. Hún hélt með símann rakleiðis í höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins þar sem hún segist hafa afhent símann. Arnar Þórisson aðalframleiðandi Kveiks, tók við símanum ásamt Þóru Arnórsdóttur. Bæði eru þau með stöðu grunaðra í málinu.

Mannlíf er með upptöku með frásögn eiginkonunnar frá atburðunum 4. maí 2021 þegar hún afhenti að sögn Þóru og Arnari símann.

„Ég sest þarna niður með þessum manni, þessum Arnari, og hann fer fram og nær í Þóru. Þóra kemur þarna og við förum öll þrjú inn á aðra skrifstofu. Þar er maður sem tók við símanum, sem ég veit ekkert hver er …,“ segir konan þann 12 júní í sumar.

Hálfum mánuði seinna gaf hún skýrslu hjá lögreglunni þar sem aðild Ríkisútvarpsins að innbroti í símann er lýst. Konan segist ekki vita hver þriðji maðurinn sem tók við símanum er. Ríkisútvarpið hélt símanum að hennar sögn í sólarhring áður en hún fékk hann aftur og laumaði honum til baka á sjúkrabeðinn hjá Páli.

„Nei, og ég fór daginn eftir og sótti símann …,“ sagði konan.

Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins. Dularfullir atburðir eru sagðir hafa átt sér stað þar.

Gögnin úr símanum urðu grunnur að fréttum Kjarnans og Stundarinnar um „skæruliðadeild“ Samherja. Ríkisútvarpið frumbirti engar fréttir en vitnaði til annarra fjölmiðla í umfjöllun sinni. Mannlíf bar símamálið undir Arnar Þórisson. Hann sagðist vera saklaus í málinu.

Veistu það, ég er á Ítalíu

- Auglýsing -

Þóra Arnórsdóttir tók í sama streng í samtali við Mannlíf í morgun. Hún er stödd á Ítalíu. „Veistu það, ég er á Ítalíu,“ var það fyrsta sem Þóra sagði í símtalinu við Mannlíf og hélt svo áfram: „En eins og ég sagði hjá lögreglunni þá er kominn tími tll að hún biðjist afsökunar á sínum vinnubrögðum. Það er það eina sem ég hef um þetta að segja,“ sagði Þóra og sleit samtalinu. Málið er stjórnendum Ríkisútvarpsins erfitt þar sem fréttaöflunin sem um ræðir var ekki í þágu stofnunarinnar sem kemur fram sem milliliður.

Páll Vilhjálmsson bloggari birti upphaflega úrdrátt úr upptökunni með játningu eiginkonunnar á síðu sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -