Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Eimskip biður Arngrím afsökunar: „Okkur þykir málið mjög leitt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eim­skipafélag Íslands hefur beðið Arngrím Jónsson, starfsmann fyrirtækisins, afsökunar á framferði vinnufélaga í hans garð. Líkt og Mannlíf greindi frá hefur hann orðið fyrir sorglegu einelti í vinnu sinni vegna erfiðra veikinda.

Ingibjörg Arngrímsdóttir lýsti sorglegu einelti sem Arngrímur, aldraður faðir hennar,  varð fyrir í vinnu sinni í Facebook-færslu sem hefur vakið mikla athygli. Ingibjörg segir föður sinn hafa orðið fyrir grimmu einelti vegna veikinda. Hann sé meðal duglegustu manna sem hún hafi kynnst en þrátt fyrir það hafi samstarfsmenn hans níðst á honum fyrir að vera frá vinnu vegna veikinda.

Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskipa.

Edda Rut Björnsdóttir, samskiptastjóri Eimskips, segir að Arngrímur hafi verið beðinn afsökunar og að eineltisáætlun fyrirtækisins sé fylgt í hvívetna. „Leiðar­ljós okkar í sam­skiptum er að koma fram af kurteisi og virðingu við hvort annað og við tökum því al­var­lega ef því er ekki fylgt. Brugðist verður við því at­viki sem upp hefur komið núna af festu og á­byrgð. Okkur þykir málið mjög leitt og hefur við­komandi aðili verið beðinn af­sökunar fyrir hönd fé­lagsins,“ segir Edda Rut, í svari sínu til Fréttablaðsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -