Fimmtudagur 25. maí, 2023
8.8 C
Reykjavik

„Einar er Lárus Welding borgarmálanna og tekur við Nýju Reykjavík“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Viðskiptablaðið segir frá því að „fyrir tæpu ári síða, í júní í fyrra, var nýr meirihluti myndaður í Reykjavík. Vinstri græn fóru út og Framsókn, með Einar Þorsteinsson í broddi fylkingar kom inn í samstarfið með Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum.

Dagur nýtur dagsins. Mynd: Facebook.

Við þessi tímamót var samstarfssáttmáli borgarinnar kynntur sem og að Dagur B. Eggertsson yrði borgarstjóri út árið 2023 en að eftir það myndi Einar setjast í borgarstjórastólinn.

„Ég verða segja fyrir mitt leyti að ég er ákaflega ánægður með þennan sáttmála. Hann svarar að öllu leyti kröfum Framsóknar um breytingar í Reykjavík á næsta kjörtímabili.”

Nú vita hrafnarnir ekki hvaða breytingar Einar var nákvæmlega að tala um en þær snéru allavega ekki að því að bæta fjárhagsstöðuna því hún er í kaldakolum.“

Viðskiptablaðið segir einnig að „í hartnær áratug hefur Dagur siglt skútunni í rólegheitum í strand og loksins þegar hann hættir lætur hann Einar um að draga saman seglin.

Það er smá hrunblær yfir þessu öllu saman.“

- Auglýsing -
Bjarni Ármannsson.

Að lokum ber blaðið svo saman Dag borgarstjóra og bankamanninn fyrrverandi, Bjarna Ármannsson, og þá Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjóra og Lárus Welding, fyrrverandi bankamann, eins og Bjarni.

Lárus Welding.

„Dagur hættir á hárréttum tíma eins og Bjarni Ármanns gerði forðum daga. Einar er Lárus Welding borgarmálanna og tekur við Nýju Reykjavík.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -