Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Einar og Kjartan fordæma Fréttablaðið: „Furðuleg frétt og hreint afturhvarf til dimmustu fornaldar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er nú alveg furðuleg frétt og hreint afturhvarf til ótta og dimmustu fornaldar að ímynda sér að það sé hægt að smitast af þessum sjúkdómum með þessum hætti,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland, um fréttaflutning Fréttablaðsins sem slær því upp í fyrirsögn að farþegi í strætó sem hrækti framan í bílstjóra sé með bæði HIV og lifrarbólgu C.

Aðstoðarmaður landlæknis, Kjartan Hreinn Njálsson, vekur sömuleiðis máls á fréttaflutningnum á Twitter í morgun með þeim orðum að „þessi ömurlega fyrirsögn“ kalli á áminningu um að bæði HIV og lifrarbólga smitist með blóði en ekki munnvatni. Þess má geta að Kjartan er fyrirverandi ritstjóri blaðsins.

Vísir greindi fyrst frá málinu í morgun með viðtali við strætóbílstjórann, Eirík Barkarsson, sem varð fyrir árásinni í gærkvöldi. Segir hann þrjá menn í annarlegu ástandi hafa komið inn í vagninn. Einn þeirra hafi verið með leiðindi sem enduðu á þann veg að hann hrækti framan í Eirík.

Fréttablaðið tekur málið upp og slær upp í fyrirsögn að árásarmaðurinn sé með HIV og lifrarbólgu C, en strætóbílstjórinn mun hafa fengið þær upplýsingar frá lögreglu
Einar Þór segir að í fyrirsögninni birtist sjúkdómaótti sem minni á gömlu dagana þegar HIV-smitaðir voru jaðarsettir og urðu fyrir miklum fordómum í samfélaginu. „Eflaust hefur þessi sjúkdómaótti rumskað núna út af COVID, en þetta eru bara gömlu tímarnir að banka upp á og svona fáránlegur fréttaflutningur gerir ekki annað en að vekja upp gamla fordóma og misskilning um ákveðna sjúkdóma.“

Sjálfur greindist Einar Þór með HIV á 9. áratugnum þegar veiran var talin jafngilda dauðadómi. „Þá var óttinn auðvitað miklu meiri og fordómarnir líka því HIV tengdist jaðarhópum. Þetta var alveg hryllilegur tími.“

- Auglýsing -

Í dag séu hinsvegar um 98-99% allra HIV-greindra á Íslandi í lyfjameðferð sem heldur sjúkdómnum niðri og gerir það að verkum að viðkomandi smita ekki. „Þetta er það sem við erum stöðugt að minna á hjá samtökunum, að fólk með HIV hér á Íslandi er á lyfjum og sjúkdómnum er haldið alveg í skefjum. Svo það þarf ekkert að sýna frekari aðgát en hver annar í kynlífi eða annarri hegðun.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -