Stærðfræðingurinn Einar Steingrímsson er ekki sáttur við vinnubrögð Eddu Falak, og segir á Facebook-síðu sinni:
„Edda „einfaldaði“ sannleikann smávegis. Sagðist hafa unnið í „virtu“ fjármálafyrirtæki, og stundað verðbréfamiðlun, af því þannig varð frásögnin … einfaldari.“
Einar segir einnig:

„Svo „einfaldaði“ hún meistararitgerðina sína með því að stela einfaldlega annarri og „laga“ hana aðeins.“
Það var Einar sem vakti athygli á því að meistararitgerð Eddu Falak hafi einfaldlega verið stolin.
Segir í kaldhæðnum tón:
„Hræðilegt að fólk skuli leyfa sér að grafa upp lygar Eddu. Hvað þá að rýna í gamlar ritgerðir og benda á að hún sé ótíndur ritþjófur. Það eru auðvitað svívirðilegar ofsóknir að sá tortryggni í garð manneskju sem stundar slíkt, í fórnfúsum tilgangi.“