Laugardagur 28. janúar, 2023
5.1 C
Reykjavik

Einar Þorsteinsson: „Menn sjá að það er málefnaleg samleið með þessum flokkum og Framsókn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, segir að hann þurfi að meta stöðuna sem upp er komin í Reykjavík; ræða við sitt fólk áður en lengra er haldið: áður en Framsóknarflokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Þau stóru tíðindi bárust í dag að Oddviti Viðreisnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, nánast, eða alveg, lokaði á viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og mun halda fast í bandalag Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata.

Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

„Þessi vika hefur liðið með samtölum milli flokkanna og ég hef lýst því skýrt að ég væri tilbúinn að vinna bæði til hægri og vinstri, svo lengi sem það væri grundvöllur fyrir því að knýja fram breytingar í borginni,“ sagði Einar í samtali við Vísi.

Einar tjáði sig um stöðuna varðandi áðurnefndu tíðindin af Viðreisna og bandalaginu sem heldur og vill ræða við Framsóknarflokkinn um myndun nýs meirihluta í Reykjavík:

„Nú er einfaldlega með þessari afdráttarlausu yfirlýsingu Viðreisnar verið að fækka kostum Framsóknar um einn“ og að „þá er bara komin ný staða í borginni.“

Einar vill eðlilega ekki tjá sig um hvort hann muni þiggja boð bandalagsflokkanna um að ganga til formlegra viðræðna; yrst þurfi hann að ræða málið við bakland sitt í Framsóknarflokknum; ræða stöðuna.

- Auglýsing -

Einar er ekki á því að með samvinnu bandalagsflokkanna þriggja sé verið að þrýsta á Framsókn að mynda meirihluta með ákveðnum flokkum:

„Við höfum sjálfstæði til að taka eigin ákvarðanir; getum líka farið í minnihluta næstu fjögur ár, ef við teljum að þessir flokkar séu ekki tilbúnir að semja við okkur um þær áherslur sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni. Nú þarf ég að ræða við mitt bakland og ætla að melta þetta í rólegheitunum.“

Bætir við:

- Auglýsing -

„Ég held að menn sjái alveg að það er málefnaleg samleið með þessum flokkum og framsókn, eins og mörgum öðrum flokkum og Framsókn; það er ekkert útilokað, en nú þarf ég að ræða við mitt bakland.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -