Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Eineltismál Ólivers skekur Garðabæ – Móðir hans gagnrýnd fyrir að gefa ekki svigrúm

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfélagið í Garðabæ leikur á reiðiskjálfi eftir að greint var frá einelti í garð Ólívers, ellefu ára drengs í Sjálandsskóla. Heimildir Mannlífs herma að óánægju gæti vegna málsins innan skólans, meðal foreldra í Garðabæ og meðal forsvarsmanna íþróttafélagsins í bænum.

Fáir, ef nokkrir, draga í efa frásögn Sigríðar Elínar Ásmundsdóttur af skelfilegu einelti sem Ólíver sonur hennar hefur orðið fyrir. Áðurnefnd óánægja snýr hins vegar að því að móðirin hafi hvorki gefið skólanum né íþróttafélaginu þar sem drengurinn iðkaði íþróttir nægjanlegt svigrúm til að virkja verkferla og taka á málinu áður en farið var með frásögnina í fjölmiðla. Þannig hafi hvorugum aðilanum gefist kostur á því að grípa til aðgerða, þreifa fyrir sér í sáttaumleitun og veita unga drengnum aðstoð. Ekki gafst tíma til að kalla til foreldrafundar áður en fjallað var um frásögn Sigríðar mátti finna á Facebook og síðum blaðanna.

Eftir að fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum hefur athugasemdum rignt yfir starfsfólk skólans og Stjörnunnar án þess að það geti tjáð sig um málefni drengsins og borið hendur fyrir höfuð sér. Björgvin Páll Gústafsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt fjölmiðlaumfjöllun málsins og viðbrögð almennings við fréttunum þar sem skít og skömm hefur rignt yfir skólann og þá sem málinu tengjast.

„Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi og láta þung orð falla um mál sem það veit ekkert um. Við leysum ekki vandamálin með því að „glæpavæða“ gerendur eineltis, einbeita okkur að refsiaðgerðum og klína ábyrgðinni á kerfið, skólann eða fólk sem er að gera sitt besta. Skólarnir eru stútfullir af hæfileikaríku fólki sem vill gera vel. Það að rífa kennara eða skólastjórnendur niður í svaðið er alveg sérstaklega ömurlegt því að þau geta ekki svarað fyrir sig með neinum hætti. Ábyrgðin liggur alveg eins hjá okkur sem samfélagi í hlutum eins og einelti. Það sem að ég hef orðið vitni af á samfélagsmiðlum og eins í kommentankerfum sýnir að mínu mati rót vandans,“ segir Björgvin Páll.

Stjórn­end­ur Sjá­lands­skóla hafa fullyrt opinberlega að tekið sé alvarlega á öllum eineltismálum sem upp koma í skólanum og unnið sé á þeim faglega og af festu. Það gerðu þeir í tilkynningu sem send var út þar sem einnig var biðlar til þess að aðgát sé höfð í allri orðræðu um mál Ólívers.

- Auglýsing -

Arna Friðriksdóttir, formaður foreldrafélags Sjálandsskóla, segir málið afar viðkvæmt og að það verði rætt á vegum félagsins í vikunni, án þess þó að félagið hafi aðkomu að viðbragðsáætlun skólans gagnvart einelti. Aðspurð segist hún hafa orðið vör við óánægjuraddir foreldra í báðar áttir.

Frásögn Sigríðar hefur fengið gífuleg viðbrögð í samfélaginu. Frægt varð þegar landsliðsmenn í bæði handbolta og fótbolta, þeir Aron Einar Gunnarsson, Jón Daði Böðvarsson og Aron Pálmarsson, sendu Ólíver hvatningarorð. Hið sama gerði Ingó Veðurguð, Ævar Þór Benediktsson, oftast kallaður Ævar vísindamaður, og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Sú síðastnefnda lofar bótum á verkferlum eineltismála í skólum. Sigríður er hrærð yfir viðbrögðunum.

„Við Ólíver erum klökk og eiginlega orðlaus yfir viðbrögðunum, öllum einlægu og fallegu skilaboðunum frá ykkur, símtölunum, hlýjunni og stuðningnum. Okkur sýnist þjóðin vera sammála okkur um að einelti má aldrei líðast og við eigum að hjálpast að, öll sem eitt, við að uppræta það. Við EIGUM að skipta okkur af þegar við verðum vitni að einelti, sýna stuðning, ást og umhyggju því einelti er dauðans alvara. Og gleymum ekki að allir þeir sem standa með Ólíver í baráttunni standa með öllum öðrum börnum þarna úti sem eru að upplifa það sama,“ segir Sigríður.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -