Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Eingreiðsla til öryrkja samþykkt á Alþingi í dag: Mun ekki leiða til skerðingar á öðrum greiðslum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag samþykkti Alþingi að greiða öryrkjum- og endurhæfingarlífeyrisþegum 60 þúsund krónur núna í desember; á eingreiðslan ekki að leiða til skerðingar á öðrum greiðslum.

Upphaflega áttu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar að fá sem nemur 28 þúsund krónum í eingreiðslu í desember; samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga.

Árið 2021 voru greiddar út 53 þúsund krónur.

Inga Sæland flokkur fólksins
Inga Sæland.

Stjórnarandstöðu þingmenn gagnrýndu þetta mikið og formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, lagði fram breytingartillögu þess efnis að upphæðin yrði hækkuð upp í 60 þúsund krónur.

Þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar Alþingis, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sagði í umræðum um málið nýverið að stjórnarmeirihlutinn yrði að gera betur.

Meirihluti fjárlaganefndarinnar lagði síðan til að upphæðin yrði hækkuð upp í 60 þúsund krónur.

- Auglýsing -

Var eingreiðslan samþykkt með 58 atkvæðum; fimm þingmenn voru fjarverandi í atkvæðagreiðslunni í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -