• Orðrómur

Einhverft barn ekki kallað upp á svið við útskrift: „Þau gleyma mér alltaf“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Einn sonur minn (á einhverfurófi) lenti í því að vera ekki kallaður upp á svið yfir höfuð í sinni útskrift í 10 bekk. Var samt búinn að vera í sama skóla síðan í 1 bekk. Þar sannaði hann það sem hann var búinn að segja við mig í 2 ár. Þau gleyma mér alltaf. Ég átti mjög erfitt með tárin mín,“ skrifar Alma Björk á Facebook síðuna Sagan okkar og hefur eftir ónefndri móður.

Eru þetta rotnu eplin?

„Hvernig er hægt að gleyma bara einhverju barni með þessum hætti? Hvernig er hægt að hugsa ekki út í afleiðingarnar fyrir einstaka börn þegar meirihlutinn fær verðlaun en lítill hluti situr eftir? Hvernig er það hægt í allri umræðunni um brotin börn, sjálfsvíg barna, einelti o.flr. ? Hvað er raunverulega vandamálið? Hvað haldið þið? Ég er svo orðlaus yfir öllu þessu sem ég hef heyrt og lesið síðustu daga… Finnst baráttan okkar gegn úrræðaleysinu í skólakerfinu verða svo vonlaus þegar maður heyrir af svona ítrekuðum uppákomum. Eru þetta rotnu eplin? Eru þau svona miklu fleiri heldur en maður hefði ímyndað sér? Eða er þetta bara bein afleiðing þess að kennarar eru bugaðir og ná ekki utan um alla sína nemendur? Er hægt að afsaka þetta á einhvern hátt?“

- Auglýsing -

Kolbrún tekur undir og segir skólakerfið sjálhverft og byggja á röngum forsendum.

„Við erum enn á þessu rófi, ekki bara börnin okkar“.

„Þau sem mega sín lítils verða útundan“

„Við þurfum að vinna betur saman foreldrar og kennarar. Annars breytist ekkert.
Það er reyndar til félag sem heitir Heimili og skóli. Er ekki ráð að leita til þeirra því það vantar greinilega vettvang til að ræða saman, spyr Aldís. „Því miður eru til slæmir kennarar og slæmir foreldrar en lang lang flest okkar viljum börnunum okkar vel. Það myndi hjálpa til að ráða fleira fagfólk inn í skólana, setja inn meira fjármagn og koma á meiri samvinnu foreldra og skóla“.

- Auglýsing -

 Sárlega vantar sálfræðinga

Hún segir í færslunni að hugmyndafræðina um Skóli án aðgreiningar vera góða en það hafi gleymst að ráða fleira fagfólk og setja meira fjármagn inn í almennu grunnskólana með þeirri hugmyndafræði.

„Í því sambandi má nefna að það vantar sárlega sálfræðinga. Sálfræðinga sem veita börnum og unglingum viðtöl og veita kennurum og foreldrum góð ráð.

- Auglýsing -

En gleymum því ekki að margt gott er gert skólunum,“ skrifar Aldís.

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -