Föstudagur 29. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Einhverfum syni Þórhalls sýnt ógnvekjandi myndband: „Hættu nú, þvílíkur viðbjóður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórhallur nokkur er gjörsamlega orðlaus eftir að tveimur einhverfum drengjum var sýnt ógnvekjandi myndband í grunnskóla þeirra í gær. Átta ára sonur hans var annar drengjanna.

Þórhallur lýsir hneykslan sinni inni í hópi íslenskra feðra á Facebook. Lýsir hann málavöxtum þannig að drengjunum hafi upphaflega verið sýnt myndband um íslensku jólasveinana en í kjölfarið, þegar drengirnir hafi verið eftirlitslausir, hafi í kjölfarið komið hrottaleg íslensk stuttmynd. Ungur sonur Þórhalls var lamaður af ótta eftir á, svaf varla í nótt og treystir sér hvergi til að vera einsamall í dag. Myndandið sem drengirnir fengu að sjá fylgir hér neðan í fréttinni.

„Ég er svo gjörsamlega orðlaus. Í gær var kennarinn hans að sýna honum og öðrum einhverjum nemanda myndband af Youtube um íslensku jólasveinana. Síðan poppar upp þetta myndband. Þarna sitja tveir eftirlitslausir einstaklingar stjarfir af ótta að horfa á þetta ógeðslega myndband,“ segir Þórhallur og bætir við:

„Ég get bara talað fyrir hönd sonar míns sem var gjörsamlega lamaður af ótta. Það var ekki hægt að skilja hann eftir einan neinstaðar í dag og í gær. Hann svaf varla í nótt sökum ótta.“

Þórhallur segir að fulltrúar skólans hafi haft samband við foreldrana í gær og látið vita af atvikinu. „Hvorugt okkar gerðum okkur grein á þeim tíma hversu grafískt þetta myndband er, þar sem kennarinn var ekkert að tjá okkur það og gerði frekar óbeint lítið úr þessu. Það var ekki fyrr en í morgun sem við horfðum á það og skildum algjörlega af hverju sonur okkar er svona hræddur,“ segir Þórhallur.

Fjölmargir feður lýsir hneykslan sinni yfir því að ungu drengjunum hafi verið sýnt myndbandið, eftir að hafa verið eftirlitslausir í skólanum. Davíð nokkur er einn þeirra. „Hugur minn er hjá drengjunum. Þetta er viðbjóður,“ segir Davíð.

- Auglýsing -

Og Orri er ekki sáttur. „Youtobe er ekki fokking barnapössun! Djöfulsins rugl. Ég vona að drengnum þínum líði betur,“ segir Orri. Ingimar segir sjálfur hafa orðið hræddur. „Holy Moly! Ég varð bara smá smeykur sjálfur.“

Gunnar nokkur hefur svipaða sögu að segja. „Dóttir mín sá þetta einmitt óvart á leikskóla þegar hún var 3 ára. Hún fór í viðtal hjá sálfræðingu en eftir þetta þorð hún ekki að vera ein á efri hæð og það mátti ekki syngja sofðu unga ástin mín í langar tíma. Tók alveg nokkur ár að ná þessu úr sér,“ segir Gunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -